Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 56

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 56
64 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 55. árg. Apríl 1969 FELAGSPRENTSMIÐJAN H E. NÁMSKEIÐ L. I. Siðan 1962 hefur Læknafélag Islands árlega gengizt fyrir námskeiði fyrir lækna, sem vinna almenn læknisstörf. Fyrstu árin var námskeiðun- um iiagað ])annig, að fræðslan fór fram á spítölum, genginn var stofugangur, haldin klínilc, og síðan flutti einn læknir fyrir- lestur. Síðastliðin tvö ár hefur, auk þessa, ákveðið efni verið tekið til meðferðar af fleiri læknum en einum og þeir síðan svarað spurningum þátttak- enda. Ilefur þessi tilbreyting þótt heppileg, þó að á því hafi orðið nokkur brestur, að þátt- takendur sýndu framtak í þvi að ræða málefnin við fyrirles- ara. Er ástæða til að ætla, að þátttakendur hafi ekki búið sig nægilega undir námskeiðin, en það er nauðsynlegt, lil þess að af þeim verði full not. Nú verður reynd breytt til- bögun námskeiðsins. 1. Eitt ákveðið efni verður tekið fyrir, að svo miklu leyti sem tími vinnst til. Verður ])að að ])essu sinni meltingarkerfið. 2. Reynt verður að fá þátt- takendur til þess að taka virkan þátt í því, sem fram fer. 3. Auk lækna verður stúdent- um í síðasta hluta heimil þátt- taka. 4. Læknum verður gert að greiða þátttökugjald, og verður í því innifalið gjald fyrir há- degisverð í Domus Medica. Til þessa hafa verið tekin fvrir mörg efni, oft óskvld. Nú þótti rétt að breyta þessu fyrir- komulagi, a. m. k. að þessu sinni, og taka heldur fyrir eitt líkamskerfi og kryfja það þeim mun betur til mergjar. Hvert viðfangsefni verður fyrst reifað i 30—45 mínútna fyrirlestri. Að bonum loknum skiptast þátttakendur í liópa, og verður hópstjóri fyrir hverjum þeirra. Hann kemur af stað um- ræðum og svarar fyrirspurnum með aðstoð sérfræðinga, ef með þarf. Síðan hiltast lióparnir aftur á sameiginlegum fundi. Þar greinir hópstjórinn frá því, sem fram hefur farið í hans hópi, og siðan verða frjálsar umræður. Læknadeild Háskólans hefur fallizt á tilboð stjórnar L. I. um, að stúdentum í síðasta hluta verði gefinn kostur á að taka þátt í námskeiði félagsins. Um leið og Iláskólinn gerist aðili að námskeiðinu, mun hann að sjálfsögðu skipa einn full- trúa í undirbúningsnefndina og taka þátt í þeim kostnaði, sem al' námskeiðinu hlýzt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.