Læknablaðið - 01.04.1969, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ
65
Frá upphafi hefur fjárhags-
grundvöllur námskeiðanna ver-
ið tryggður með framlagi úr
ríkissjóði og frá Trygginga-
stofnun ríkisins og hefur
þannig verið komizt lijá þátt-
tökugjaldi. Sú breyting, sem
nú verður tekin upp á tilhögun
námskeiðsins, hefur í för með
sér aukinn kostnað. Verður þess
vegna ekki komizt hjá því að
leggja á þátttökugjald, enda er
það venja annars staðar. Ekki
er víst, að öllum læknum henti
að snæða hádegisverð í Domus
Medica, og verður þá gjaldið
þeim mun minna.
Reynt verður að útvega stað-
gengla, svo að héraðslæknar
eigi heimangengt.
Við skipulagningu þessa nám-
skeiðs hefur undirhúnings-
nefndin notið leiðheininga
þeirra Jónasar Hallgrímssonar,
Hauks Jónassonar og Tómasar
A. Jónassonar, og er þeim hér
þakkað þeirra erfiði.
ENDURSKIPULAGNING
LÆKNAKENNSLU OG
BYGGINGAMÁL LÆKNA-
DEILDAR
Undanfarin ár hefur verið
unnið að gerð tillagna um end-
urbætur og endurskipulagningu
kennslu í læknisfræði við Há-
skóla Islands. Kennslufyrir-
komulag það, sem í gildi er, er
í stórum dráttum hið sama og
verið hefur frá stofnun Háskól-
ans. Gera má þannig ráð fyrir
því, að skipulag þetta sé á
ýmsan hátt orðið úrelt og úr-
bóta þörf. Núverandi skipulagi
má þó eindregið telja til kosta,
að samkvæmt því hefur til
þessa að minnsta kosti tekizt að
mennta nýta lækna.
Undirbúningur að nýju skipu-
lagi kennslumála í læknadeild
er nú nokkuð á veg kominn. Er
þvi ekki ólíklegt, að reynt verði
að láta það að einhverju leyti
koma til framkvæmda á næstu
árum. Samkvæmt skipulagi
þessu er gert ráð fyrir miklu
meiri samtengingu hinna ýmsu
greina en verið hefur. Þannig er
gert ráð fyrir ákveðinni sam-
kennslu í undirstöðugreinum í
fyrsta hluta og miðhluta annars
vegar og klinískum greinum i
síðasta hluta hins vegar. Skal
sérstök kennslunefnd annast
þessa samræmingu. Kennslu-
nefnd mun einnig eiga að hafa
kennslukerfið sjálft til sífelldrar
endurskoðunar, og verður það
að teljast mjög til bóta.
Umbætur kennslukerfisins
hljóta óhjákvæmilega að hafa
i för með sér verulega fjölgun
kennara og mjög milda aukn-
ingu á húsnæði deildarinnar.
Ifvort tveggja mun kosta stór-
mikið fé. Er vandséð, að það