Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 60

Læknablaðið - 01.04.1969, Page 60
66 LÆKNABLAÐIÐ verði fengið að fullu á næstu árum. Hér við bætist svo, að mikil þörf er nýrra tækja Ojg alls kyns visindalegra áhalda, seni kosta munu verulegar fjárhæð- ir, ef læknadeildin á ekki að dragasl óliæfilega aftur úr þvi, sem nú gerist í nágrannalönd- um okkar. Þá er og vandséð, hvort tiltækir verði á næstu ár- um læknar með sérfræðings- menntun í ýmsum þeim grein- um, þar sem l’jölgun kennara er mjög hrýn samkvæmt hinu nýja skipulagi. Verður því á ýmsan hátt að teljast í fyllsta máta vafasamt, hvort mörg atriði Jjessa nýja skipulags nái fram að ganga á næstu árum. Svo sem fyrr greinir, er veru- leg áherzla lögð á samtengingu og samkennslu í undirstöðu- greinum og klínískum greinum samkvæmt væntanlegri nýskip- un kennslumála læknadeildar. Gefur þannig auga leið, að mjög æskilcgt er, að sem flestar stofn- anir læknadeildar verði reistar í næsta nágrenni hverjar við aðra. Læknadeild hefur þess vegna lýst yfir, að hún leggi eindregið til, að allar stofnanir í undirstöðugreinum verði reist- ar í námunda við Landspítal- ann, sem er aðalkennsluspital- inn. Yrðu þannig flestar mildi- vægustu slofnanir læknadeildar saman komnar á einum stað. Virðist þetla og vera hin skyn- samlegasta lausn. Nú hregður svo við, að lóða- mál Landspítalans eru í slíkri sjálfheldu, að hvorki rekur né gengur. Þannig hefur ekki enn tekizt að l'á úr því skorið, hvort eða livar á væntanlegu athafna- svæði Landspítalans megi reisa hyggingar yfir undirstöðugrein- ar læknisfræðinnar. Þetta er því Ijagalegra, þegar þess er gætt, að húsnæði læknadeildar i aðal- hyggingu Háskólans er nú þegar orðið með öllu ófullnægjandi. í þessu samhandi má raunar henda á, að tæpast er nokkurt útlit til þess, að draga muni að marki úr aðsókn stúdenta í deildina um sinn. Þá er þess enn að geta, svo sem á er drepið að framan, að nýbyggingar fyrir undirstöðugreinar læknisfræð- innar hljóta að vera ein helzta forsenda þess, að hið nýja skipulag læknakennslu nái fram að ganga. Enn fremur her að minnast ])ess, að spítaladeild- ir verða í sívaxandi mæli að leita til rannsóknastofnana i undirstöðugreinum læknisfx-æð- innar með úrlausn fjölda- margra atriða varðandi lækn- ingar og greiningu sjúkdóma. Verður því ekki annað séð en hér sé um að ræða meiri háttar vandamál, sem þarfnast mjög skjótrar úrlausnar, ef vel á að vera. Eitt megineinkenni íslenzkrar stjórnsýslu hefur verið skipu- lagsleysi. Það dregur skammt að gera tillögur um nýtt kennsluskipulag, meðan óvist

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.