Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 25

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 79 AUs hafa komið til aðgerða í Landakotsspítala 74 sjúklingar (II. tafla), en aðgerðir liafa verið nokkru fleiri, því að á sumum II. TAFLA 2 S 2 + 3 4' G' t ■ Hæmatoma epiduralis 3 3 0 0 Hæmatoma subduralis Contusio + 6 18 24 0 0 hæmatoma extracerebral 2 21 23 14 60.9 Laceratio 2 11 13 1 7.7 Vidnus sclopetarium Hæmat. intracerebralis 2 2 1 50. (Apoplexia) 2 2 2 100 Hygroma 3 4 7 1 14.3 Alls 13 61 74 19 25.7 hefur þux-ft að gei-a fleiri aðgerðir en eina. Oftast hefur verið tæmd út blæðing i heilabúi utan á heila til þess að létta af þrýst- ingi, en nokkrum sinnum gert að tættum heila. Utanbastsblæðingar voru þrjár og lifðu þeir sjúklingar allir. Það er væntanlega tilviljun, vegna þess hve sjúklingar eru fáir. Khatib et al.° skj'ra frá 85 sjúklingum með utanbastsblæðingu, sem kornu i Kings County Hospital í NeKv York 1953 til 1965, og dóu 42% af þeim. Af þeim, sem voru krufnir, höfðu margir mar á heilastofni eða aðrar skaddanir á heila, sem <Irógu þá til dauða. Eins var áberandi, að dánartalan óx með hækkandi aldri. Innanbastsblæðingu höfðu 24 sjúklingar án þess að einkenni væru um aðrar skaddanir á heila (III. tafla). Mjög var misjafnt, hve snennna þessir sjúklingar leituðu læknis eða konm til að- gerðar. Skemmstur tími var einn dagur, en lengstur þrír mánuðir. Meðaltími frá slysi til aðgerðar voru þrjár vikur. Ber þó að taka meðaltímann með nokkurri varúð, því að um fimm sjúklinga af 24, eða fimmta hluta sjúklinga, var ekki vitað, hver áverkinn hafði verið eða hvenær hann hafði orðið. Þessa hlæðingu má oft greina af klínískum einkennum, en æða- mynd af heila (angiografia) er örugg greining ætíð. Misjafnt ex-, hve sýnileg einkenni korna fljótt fram, og fer það væntanlega eftir rnagni blæðingar, en ætíð korna þau fram undir lokin.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.