Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1970, Page 58

Læknablaðið - 01.06.1970, Page 58
98 LÆKNABLAÐIÐ 4. mynd. Fyrst meðhöndlaðir annars staðar, síðan fluttir á D VII. Orsakir Langalgengasti brunavaldurinn er heitur vökvi (5. mynd), og verða flest þau slys innanhúss. Ekki greina skýrslur ætíð frá, hvers eðlis slysið var, en a. m. k. 18 börn hafa kippt yfir sig hrað- suðukatli og önnur 17 fengið yfir sig kaffi eða te. Mörg börn hafa verið að klifra í nánd við eldavélar og steypt yfir sig vatni úr pottum og allmörg hafa hrennt sig í þvottahúsunum, t. d. við það, að' heitavatnsslangan tekur á rás og sprautar vatni í allar áttir; önnur hafa dottið ofan í bala eða velt um fötum með heitu vatni. Næstflest börn hafa brennzt á eldi, og eru þeir brunar jafnan verri en þeir, sem að framan getur. Verður það með ýmsu móti, Ijæði í húsbrunum og við fikt með eld, og er þá iðulega olía eða benzín nærri. Ekki er óeðlilegt, að eldbrunum fækki nokkuð, a. m. k. hlutfallslega, þar sem nú er óvíða lýst og hitað með eldi. I staðinn aukast rafmagnsbrunar. Koma þeir helzt, þegar börn stinga einu og öðru í rafmagnsinnstungur, og sárin, sem oft eru djúp, koma á fingur og varir. Brunar af snertingu fást t. d., þegar setzt er á heitar eldavélar- Iiellur,2 heit straujárn snert4 eða komið er við heita miðstöðvar- ofna.2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.