Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 28
2
LÆKNABLAÐID
1. mynd
Smásjármynd, sem sýnir mikið kölkunarhreiður (dökkt, yrjótt) vaxið
inn yfir sporöskjugluggann og inn í ístaðið. ístaðið sést til hægri á
myndinni.
hundraöi hvítra manna fái þennan sjúkdóm og hann valdi heyrnar-
deyfu hjá einum af hundraði þeirra, er sýkjast. Meöal hlökku-
manna er hann sjaldgæfur. Sjúlcdómurinn er tvöfalt algengari
meðal kvenna en karla og versnar oft við þungun. Oflast veldur
hann heyrnardeyfu á háðum eyrum.
Orsök eyrnakölkunar er óþekkt. Vefjafræðilega séð er um ný-
myndun beins að ræða, einkum í völundarhúsinu og oftast kring-
um sporöskjulagaða gluggann, sem istaðið stendur í. Þetta ný-
myndaða hein vex þá stundum inn í ístaðið og hindrar hreyfingar
þess að nokkru leyti eða algerlega (sjá 1. mynd).
Þó að flestir þekki gerð eyrans og starf, vil ég rétt minna hér
á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar hljóðhylgjurnar skella
á hljóðhimnunni og setja hana á hi'eyfingu, hreyfir hún hamarinn,
sem er tengdur við steðjann og kemur honum á lireyfingu. Steðj-
inn hreyfir svo ístaðið, sem hann er í liðamótasambandi við.
ístaðið, sem er fest í rendur sporöskjugluggans með mjög teygjan-
legu sinabandi, hreyfist inn og út eins og bulla í strokk og setur
völundarhúsvökvann á hreyfingu. Hreyfing vökvans verkar síðan
á heyrnarskyntækin í snigli völundarhússins, og þaðan herast
áhrifin loks til heyrnarstöðva heilans, sem skynja ldjóðið.