Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 50
18
LÆKNABLAÐIÐ
undangengnu námskeiði), tók röntgenmyndir og hjartarafrit. Hún
vélritaði sjúkradagbækur, raðaði spjaldskrá og sótthreinsaði tæki.
Ljósmóðir aðstoðaði lækna við mæðra- og ungbarnaeftirlit og
leysti hjúkrunarkonur af í fríum. Lyfjaafgreiðslu annaðist ung-
ur maður undir eftirliti héraðslæknis, og var hann einnig fram-
kvæmdarstjóri sjúkrahússins. Hafði svo verið í þrjú undanfarin
ár og gefizt vel.
Tæki: 100 mA Picker röntgentæki, Cardiopan hjartarafritarí,
rectoscope, rafknúin skilvinda, tvíglerja smásjá, hitaskápur til
bakteríuræktunar og aðstaða til venjulegra frumrannsókna á
blóði, þvagi og saur. Einnig var tæki til mælingar á blóðsykri
og blóðurea, en vegna sérstakrar greiðvikni yfirlæknis á rann-
sóknarstofu Borgarspítalans voru allar vandasamari hlóðrann-
sóknir sendar þangað, og gekk sú þjónusta með ágætum. Rann-
sóknarstofa Háskólans lagði okkur til bakteriuæti og lyfjatölur
lil næmisprófunar, en þegar á þurfti að halda var sýklagróður
sendur þangað til nánari greiningar.
Sjúkradag'bækur og skjalavarzla: Sérhverjum íbúa héraðs-
ins var ætluð sérstök sjúkradaghók. Þegar héraðsbúi kom á stofu
í fyrsta skipti, var oftast tekin heilsufarssaga og hún skráð í
sjúkradagbókina. Síðan var fært í dagbókina í hvert sinn, þegar
læknis var leitað og getið tilefnis, niðurstöðu skoðunar, rannsókna
og meðferðar eða annars, sem umtalsvert þótti. Sérstakur dálkur
var hafður fyrir sjúkdómsgreiningar, sem voru því aðeins til-
greindar, að um langvinna sjúkdóma væri að ræða.
Dagbækurnar voru af stærðinni A4 með framhaldsblöðum af
stærðinni A5. Voru þær varðveittar í plasthlífum og raðað eftir
stafrófsröð í hirzlu, sem stóð á skril'borði læknisins. Auk sjúkra-
daghóka átli hver íhúi héraðsins möppu, þar sem geymd voru
önnur gögn varðandi heilsufar hans, svo sem læknabréf frá
sjúkrahúsum og sérfræðingum, röntgenumsagnir, hjartarafrit,
ýmis rannsóknarhlöð, afrit af vottorðum o. s. frv. Þessum möpp-
um var raðað í skjalaskápa eftir númerum i röð fæðingardaga.
SÖFNUN OG URVINNSLA GAGNA A.
Gögnum var safnað úr sjúkradagbókum og heilsufarsmöpp-
um, en einnig var stuðzt við afrit af reikningum til sjúkrasamlaga.