Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 25
Herniae (560—561) 17 0,8
Malformationes congen. (750—759) 7 0,3
Accidentia et læsiones (800—999) ............. 87 4,1
Neoplasmata (140—239)
Neopl. benigna ............................ 12 0,5
Neopl. maligna ............................. 6 0,2
Morbi infectionis (001—138)................... 89 4,2
Senilitas (780) ............................... 5 0,2
Samtals 2092 100.00
Skráðar voru samtals 336 sjúkdómategundir meðal þcirra 990
einstaklinga, sem áttu erindi við lækna frá 1. nóvember 1965 til
31. október 1966, en fjöldi sjúkdómstilfella var 2092. Var höfð
hliðsjón af alþjóðareglum WHO varðandi sjúkdómsnöfn og
númer.
1 heilbrigðisskýrslum frá 1966 verður skrá yfir þá 336 sjúk-
dóma, sem greindir voru, og tíðni þeirra. Meginreglurnar, sem
réðu greiningu og skráningu sjúkdómanna, voru sem hér segir:
1) Þær kvartanir, sem virtust aðaltilefni þess, að sjúklingar leit-
uðu til læknis, voru rannsakaðar og þeim valið sjúkdóms-
heiti.
2) Auk þess sjúkdóms, sem beinlínis varð þess valdandi, að
farið var á fund læknis, voru aðrir sjúkdómar skráðir, ef
þeir voru á því stigi, að einkenna gætti eða meðferðar væri
þörf að dómi lækna. Tii dæmis var hypertrophia prostatae
einungis skráð hjá karlmönnum, sem töldu sig hafa baga
af tregum þvaglátum, og spondylartiirosis lijá þeim, sem
kvörtuðu um bakverki að fyrra in’agði.
Pyelonephritis var hins vegar greindur, þótt einkenna
gætti ekki, ef talin var ástæða til að hefja meðferð sam-
kvæmt smásjárrannsókn á þvagi. Hliðstæðar reglur voru
hafðar um sjúkdóma eins og diabetes, adipositas, byper-
tensio art., glaucoma o. s. frv. Aftur á móti voru tann-
skemmdir aðcins greindar hjá þeim, sem komu til læknis
beinlínis til að láta taka úr sér tönn eða vegna tannpínu.
3) Afstaðnir sjúkdómar voru ekki skráðir nema um teljandi.
heilsuskerðandi eftirstöðvar væri að ræða, svo sem örkuml
eftir slys, lungnabilun eftir heymæði eða endurteknar
lungnabólgur, „dumping“ eftir magaskurð o. s. frv.