Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 36
8 LÆKNABLAÐIÐ æðabútinn, en ekki búin að skemma innra eyrað. Mér tókst að fjarlægja plastpípuna og setja i staðinn gerviístað Mercandinos, sem ég mun minnast á síðar. Árangurinn var nær full heyrn. Þessi upprunalega aðferð Sheas hefur þannig nokkra galla, og tóku þvi ýmsir að reyna aðrar aðferðir. Nokkru eftir að Shea kom fram með þessa aðferð sína, hirti landi hans Schukneclit lýsingu á annarri aðferð, sem var að nokkru leyti frábrugðin. Schuknecht notaði ryðfrían stálvír, sem festur var við steðja- trjónuna í annan endann, en á hinn var bundinn fitubiti, sem fyllti að mestu út í gluggann (5. mynd). í staðinn fyrir fitu hafa margir notað bita úr hlaupsvampi, þ. e. svampi búnum til úr matarlími. Þessi biti eyðist á fáum dögum, en í hans stað hefur þá vaxið þunn himna, sem lokar glugganum. Þessa aðferð hef ég ekki heldur reynt. Ég kynntist henni á námskeiði, sem ég var á í New York 1962 og fékk m. a. nokkra æfingu í að framkvæma hana á líkum. Hún hefur þó nokkra kosti umfram liina síðast- nefndu. T. d. er lítil hætta á, að vírinn losni af steðjanum, og ekki þarf að þekja gluggann með vef. Hún er víða notuð og virðist gefa góðan árangur. En sú aðferð, sem mér leizt bezt á, er ég var að kvnna mér þess- ar aðgerðir í fyrstu, og sú, sem ég notaði við mína fvrstu sjúkl- inga með eyrnakölkun, er ég hóf aðgerðir á þeim hér lieima, er kennd við Bellucci. Ég sá hann sjálfan framkvæma nokkrar slikar aðgerðir í New York. Hann tók aðeins yfirbyggingu istaðsins burtu, klauf fótplötuna þversum aftan við kölkunarhreiðrið og setti plastpípu á milli steðjatrjónunnar og fótplötunnar. Pipuna hafði hann lítið eitt lengri en ístaðið var, svo að hún þrýsti á fót- plötuna. Því næst studdi hann létt með prjóni á aftari hluta plöt- unnar, svo að hann seig niður, rétt niður fyrir gluggakarminn, ef svo mætti að orði komast (sjá 6. mynd). Þessi fótplötupartur liékk svo i hinni teygjanlegu festingu. Lítið eða ekkert kemur út af vökva völundarhússins, ef varlega er farið. Þessi aðferð er vandasöm, en hefur gel'ið góða raun. Því miður er ekki alltaf hægt að nota hana, en þó sennilega í 70—80% tilfella, því að stundum er aðeins litill eða enginn nothæfur hluti eftir af plötunni, allt meira og minna gegnvaxið af eyrnakölkun. Er þá eina ráðið að fjarlægja allt istaðið, ef unnt er, og setja annað í staðinn. Hafði ég hugsað mér að nola aðgerð Schuknechts (vír með hlaupsvampi) í slíkum tilfellum. En áður en af því yrði, liafði ég kvnnzt aðferð Mercandinos, og notaði ég gerviístað hans i staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.