Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
5
efri hluta þess, og tekst það í allt að helmingi tilfella. Síðar fundu
menn upp á því að losa istaðið með því að þrýsta eða jafnvel slá
á fótplötuna, ef fyrrnefnd aðferð dugði ekki. Á þann hátt náðist
árangur í allt að 80 af hundraði tilfella. Heyrnin batnaði strax og
varð stundum eðlileg á svipstundu, einkum þar sem ekki var um
neina taugaheyrnardeyfu að ræða. Sjúklingar og læknar voru í
sjöunda himni yfir þessu, og almenningur kallaði aðgerðirnar
„kraftaverkalækningar". Rosen fann aðferðina af tilviljun, þegar
hann var að framkvæma aðgerð í öðrum tilgangi. Hin nýja aðferð
breiddist út sem eldur í sinu um víða veröld og varð nær einvöld
á þessu sviði í ein fjögur til fimm ár.
En brátt komu gallar í Ijós. Eftir tiltölulega stuttan tíma greru
hin losnuðu istöð föst á ný, sum eftir nokkra mánuði, flest eftir
eitt til tvö ár. Aðeins örfá héldu hreyfanleika sínum lengur.
Árið 1956 fann Bandaríkjamaðurinn Fowler upp aðra aðferð.
Við eyrnakölkun vex heinvefur oftast inn í framenda ístaðsins og
festir það. Þegar ístaðið var losað með gömlu aðferðinni, var það
kölkunarbeinið, sem brotnaði. Fowler datt í hug, að hetra væri, að
brotalínan færi gegnum ósýkt, heilbrigt hein. Hann byrjaði því
á að kljúfa fótplötu ístaðsins aftan við kölkunarhreiðrið, sem
festi ístaðið. Síðan klippti hann í sundur fremri legg ístaðsins,
losaði aftari hlutann, sem fékk við það eðlilegan hreyfanleika
(sjá 3. mynd).