Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ
15
Helgi Þ. Valdimarsson, Jón G. Stefánsson
og Guðrún Agnarsdóttir:
LÆKNISSTÖRF í HÉRAÐI
Inngangur
Starf heimilislækna er burðarás læknisþjónustunnar, eins og
hún er rekin í dag. Lítið er þó vitað um eðli þessa starfs og hvaða
vandamál það eru, sem heimilislæknar þurfa einkum við að fást.
1 fórum greinarhöfunda var nokkur fróðleikur af þessu tagi.
Heimildirnar eru byggðar á vinnu í Hvammstangahéraði í tvö
ár. Þær eru fyrst og fremst um þann þátt héraðslæknisstarfsins,
sem lýtur að lækningum. Heilsuvernd og heilbrigðiseftirliti er
ekki lýst, enda er að jafnaði gerð grein fyrir þeirri starfsemi í
heilbrigðisskýrslum.
Sjúkdómagreiningarnar eru of lítið reistar á stöðluðum mæl-
ingum, til þess að niðurstöðurnar geti liaft vísindalegt gildi.
Hins vegar eru tíðnitölur um aðsókn, afgreiðsluhætti og frávís-
anir næsta nákvæmar, en vitaskuld eru þær einnig háðar einstakl-
ingsbundnum viðhorfum. Við lögðum til dæmis mikla áherzlu
á að finna sjúklinga með nýrnasýkingar og h.öfðum nákvæml
eftirlit með þeim, sem fundust, og hlýtur það að hafa áhrif á
niðurstöðutölurnar. Viðbrögð okkar hafa eflaust einnig mótazt af
stuttri starfsreynslu og oft verið talsvert önnur en hjá reynd-
ari læknum.
Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka ættu niðurstöðurnar að
geta gefið gagnlegar vísbendingar. Verði þær öðrum hvatniug
til að gera l)etur staðlaðar athuganir á þessu sviði, myndum við
telja, að vinna okkar hefði borið árangur.
að öðru leyti mjög mikilvægur
þáttur í læknisþjónustunni. Þess
vegna virðist hráða nauðsyn
bera til, að fullkominni deild í
þessari sérgrein verði komið
upp við sjúkrahús í Reykjavík
og þá með slíkri aðstöðu, að sem
auðveldust séu eðlileg tengsl
þessarar sérgreinar við þær
stoðgreinar og rannsóknarstofn-
anir, sem henni eru nauðsyn-
legastar.