Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 74
34
LÆKNABLAÐIÐ
1 fyrsta lagi má snúa staðhæfingunni við. Menntun heimilislækna
ákvarðar starfsgetu þeirra og þar með athafnasvið. Þess vegna
þarf fyrst að gera sér grein fyrir, í hverju hún á að vera fólgin.
Málið er hins vegar engan veginn svona erfitt. Afmörkun
framhaldsnáms í heimilislækningum getur vitaskuld orðið með
líkum hætti og í öðrum greinum. Röntgenlæknir lærir fyrst og
fremst á röntgendeild, og barnalæknir stundar nám sitt á barna-
deild. Á sama hátt hlýtnr heimilislæknirinn að menntast á stofn-
un, þar sem heimilislækningar eru stundaðar, með öðrum orðum
undir leiðsögn og eflirliti fullgildra lækna á heimilislæknamið-
stöð. Svo einföld er sú lausn, svo fremi að slíkar stöðvar verði
reistar, en það verður varla dregið í efa. Á hinn bóginn er vissu-
lega þarft, að aflað sé gagna um það, hvers vegna fólk leitar til
lækna og hvað það er, sem heimilislæknar eru að fást við á stof-
um sínum. Þeirri spurningu þarf hins vegar ekki að svara, svo
að hægt verði að viðurkenna framhaldsmenntun heimilislækna,
heldur til þess að auðveldara verði að finna, hvar skórinn kreppir
að heildarskipulagningu sjúkraþjónustunnar.
Fnllyrt var í upphafi, að heimilislækningar væru burðarás
sjúkraþjónustunnar í þjóðfélagi okkar. Vandamáli heilbrigðis-
þjónustunnar má því líkja við hengibrú, sem stöðugt hefur verlð
aukin og endurbætt i samræmi við vaxandi umferðarþunga að
öðru leyti en því, að bnrðarstrengir eru hinir sömu og í upphafi.
Við virðum fyrir okkur þessa miklu brú og undrumst, að hún
skuli ekki vera fallin. Það er aðeins um tvennt að velja. I fyrsta
lagi getum við sett í brúna nýja og nægilega sterka burðarstrengi.
Hinn kosturinn er að byggja nýja brú í öðrum stíl. Fyrri leiðin
er í því fólgin að draga heimilislækningar út úr grárri forneskju,
hin að fela ferlideilduni sjúkrahúsa og samstarfshópum sjúkra-
húslækna það hlutverk, sem heimilislæknar gegna. Það er ekki
ætlunin að fella hér neinn endanlegan dóm um það, hvora leiðina
cigi að fara, en flest virðist þó mæla með liinni fyrri.
Úrtekt aðalatriða
Birtar eru heimildir um læknislega starfsemi í liéraði í tvö ár.
1) Sextíu af hundraði héraðshúa áttu erindi við heimilislækna á
einu ári, en 73% á tveimur árum.
2) Fjöldi erindanna var 5756 á einu ári eða 3.5 á hvern liéraðs-
búa að jafnaði. Samkvæmt sjúkradagbókum kom hver kona