Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 34
6
LÆKNABLAÐIÐ
4. mynd
ístaðsaðgerð Sheas með plastpípu og æðabút.
Þó að þessi aðferö gæfist nijög vel, þótti enn ekki öruggt, að
ístaðið greri ekki fast aftur. Enn fremur voru aðgerðirnar ónot-
liæfar í þeim tilvikum, þar sem sjúkdómurinn var á hærra stigi,
t. d. þegar ístaðið var umlukt og fastvaxið allt í kring af kölkunar-
heini.
Á næstu árum komu fram á sjónarsviðið nýjar aðferðir. Var
nú byrjað að fjarlægja ístaðið með öllu og selja aðra hluti (gervi-
istöð) í staðinn. Ein fyrsta og þekktasta aðferðin af þessu tagi
er kennd við Bandarikjamanninn Sliea. Eftir að ístaðið hafði verið
fjarlægt, lagði Shea þunnan snepil úr æð (tekinn úr útlimaæð
sjúklingsins sjálfs) yfir gluggann. Síðan setti hann plastpípu, þar
sem íslaðið áður var, þannig að öðrum endanum var smeygt upp
á steðjatrjónuna, en hinn látirin hvíla á æðahútnum (4. mynd).
Aðgerðin er yfirleitt gerð í staðdeyfingu, svo að unnt sé að prófa
heyrn sjúklings, undireins og aðgerðinni er lokið. Venjulega er
heyrnin þá þegar góð, þótt oft nái hún ekki hámarki fyrr en
nokkru síðar.
Þcssi aðferð er víða notuð enn, t. d. á Norðurlöndum. Sjálfur
lief ég ekki notað hana. Ástæðan er m. a. sú, að ýmsir héldu því
fram i Bandaríkjunum, ]jegar ég var að kynna mér þessar að-
gerðir þar árið 1960, að æðavefir, fita, vöðvafell (fascia), slímhúð