Læknablaðið - 01.02.1969, Blaðsíða 58
22
LÆKNABLAÐIÐ
með því til að mynda að telja saman, hve oft augnbotnar voru
athugaðir, lijarta hlustað, þreifað upp eftir endaþarmi eða fæð-
ingarvegi o. s. frv. Þessar heimildir eru til og gefst ef til vill
tældfæri til að safna þeim síðar.
Auk ofanskráðra rannsókna voru allmörg sýni send á rann-
sóknarstofur i Reykjavík.
Tölurnar eru fengnar úr sérstökum bókum, þar sem niður-
stöður rannsókna voru færðar, jafnskjótt og þær voru gerðar.
Tafla A IV
Frávísanir til sérfræðinga og sjúkrahúsa utan héraðs.
Til augnlækna .......................... 35
— háls- nef- og eyrnalækna ........... 13
— annarra sérfræðinga ................ 40
— sjúkrahúsa utan héraðs ............. 32
Samtals 120
Af þeim 5756 erindum, sem sjúklingar áttu við lækna héraðs-
ins, var 120 vísað til lækna utan héraðs. 'Samkvæmt því var 98%
af erindunum leyst án utanaðkomandi aðstoðar, en 2% með sér-
fræðilegri hjálp.
1 nokkrum tilvikum fékk sami sjúklingur fleiri en eina til-
vísun, þannig að þær skiptast milli liðlega 100 manns. Lætur
því nærri, að 10% þeirra einstaklinga, sem til læknis leituðu,
hafi verið vísað til sérfræðinga á tímabilinu.
Einhverjir munu þó hafa leitað til sérfræðinga í augn- og
eyrnasjúkdómum án samráðs við heimilislækni, og ferðir til
tannlækna eru ekki taldar með.
Tafla A V
Notkun héraðssjúkrahúss árið 1966.
Orsök sjúkrahúsdvalar Sjúklingafjöldi
0-14 ára 15 ára og eldri Samt.
28 28
5 13 18
2 11 13
Partus (660) .........
Pneumonia (490—493)
Morbi mentis (300—326)