Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 17

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ L/ÍKNAFÉLAG ÍSLANDS OG L/ÍKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalritstjórí: Ólafur Jensson. Meðritstjórar: Karl Strand og Þorkell Jóhannesson (L.Í.), Ásmundur Brekkan og Sævar Halldórsson (L.R.) 56. ÁRG. ÁGÚST 1970 4. HEFTI Snorri P. Snorrason RAFLOST VIÐ HJARTSLÁTTAR- TRUFLUN * A undanförnum árum hefur rutt sér til rúms ný aðferð til að ráða bót á ýmsum hjartsláttartruflunum. Aðferðin er fólgin í því, í:ð hleypt er rafstraumi í gegnum brjóstholið og hjartað aflilaðið með þeim hætti. Nota má riðstraum eða jafnstraum, en nú er oftast notaður jafnstraumur. Þessi aðferð, sem hér er nefnd raflost við hjartsláttartruflun (Direct current counter shock), er gagnleg í ýmsum tilvikum, þegar lyfjameðferð er áhættusöm eða kemur ekki að tilætluðu gagni. Aðferðinni er einkum heitt gegn eftirfarandi lijartsláttartrufl- unum: l'ibrillatio atriorum, fluctuatio atriorum, tachycardia ventricularis, fibrillatio ventriculorum, tachycardia atrialis. Hér verður einkum rætt um meðferð á íibrillatio atriorum. Sögulegt yfirlit Tilraunir með rafstraum gegn hjartsláttartruflunum hófust fyrir síðastliðin aldamót. Arið 1899 heittu Prevost og Battelly * Frá lyflækningadeild Landspítalans. Yfirlæknir Sigurður Samúelsson prófessor.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.