Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 22

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 22
114 LÆKNABLAÐIÐ móts við 1. eða 2. i’ifjabil við hægri rönd brjóstbeins, en liitt neðst í regio interscapularis vinstra megin eða þá í vinstri hol- hönd á móts við fremri axillarlinu i stefnu af hjartabroddi. Jafnan er byi’jað að gefa 50 til 100 watt/sek. (Joules). Ef það ber ekki árangur, má endurtaka aðgerðina allt að þrisvar sinnum og auka um 100 'watt/sek. liverju sinni. Ekki er ráðlegt að gefa stærri raflost en í mesta lagi 400 watt/sek. Þess skal jafnan gætt, að samhæfing sé rétt stillt og gerviútslög í hjartarafritinu séu ekki til staðar. Til samhæfingar er valin leiðsla með ’háa R-takka eða síða S-takka. Aukaverkanir Aukaverkanir af völdum hjartaraflostmeðferðar hafa verið taldar sjaldgæfar að fráskildum meinlausum hjartsláttartruflun- um fyrst eftir aðgerðina. Því hefur verið haldið fram, að aukaverkanir þær, sem eiga sér stað, stafi frá lyfjum, sem notuð eru til að lialda við sinus- rhythma (kínídín o. s. frv. ).5 Aðrir liafa gagnstæða reynslu, svo sem Resnekov og McDonald, sem beittu aðferðinni við 220 sjúkl- inga.4 Tiðni aukaverkana reyndist 14,5%, og var þá ekki með- talið bruni á húð og vægar hjartsláttartruflanir. Alls fengu 31 sjúklingur aukaverkanir. Hjá 20 hækkuðu trans- aminasar, lungnahjúg með hjartastækkun fengu sjö, hypotension sjö, breytingar i hjartarafriti sex, rekstíflur þrír, gallop tveir, aðrar aukaverkanir finun, þar af dóu fjórir nokkru eftir aðgerð- ina, en dauði varð þó ekki rakinn lieint til aðgerðarinnar í öllum fjórum tilfella. Langflestir sjúklinga, sem fengu hækkaða transaminasa, lungnabjúg og stækkað hjarta, höfðu fengið raflost með mikilli raforku, eða frá 350 til 400 watt/sek.4, 8 Fibrillatio ventriculorum er sjaldgæf eftir hjartaraflost, en er þó lýst af ýmsum (Killip,9 Lemberg og félögum10). Talið er, að þessi hjartsláttartruflun komi einkum, ef fullkom- in samhæfing (synchronization) er ekld viðhöfð; einnig vegna ofneyzlu digitalis (Rabbino, Likoff og Dreifus,11 Ross12 og Nachlas og félagar13). Rekstífluhætta er ávallt til staðar við hjartaraflostmeðferð á f.a. Hefur hún reynzt svipuð við hjartaraflost og kínídínmeðferð, um 2% (Resnekov og McDonald,4 Morris14). Þrátt fyrir þetta virðast aukaverkanir vera sjaldgæfar, ef

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.