Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1970, Side 23

Læknablaðið - 01.08.1970, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 115 íáforku er stillt í hóf (undir 250 til 300, Joules) og þess gætt, að sjúklingar séu ekki ofmettaðir af digitalis. Ekki er talið ráðlegt að endurtaka raflost oftar en þrem til fjórum sinnum í senn. Engu að siður eru dæmi til, að sjúklingur hafi fengið 140 hjartaraflost á 69 klst. án þess að verða meint af, en ekki var farið yfir 220 watt/sek. í losti (Kong, Proudfit15). Eftirmeðferð Talið hefur verið, að draga megi úr hættu á endurtekinni fibrillatio atriorum eftir raflostmeðferð með því að gefa kínídín. Gefin eru 200 mg fjórum sinnum á dag. Mælt er með að nota ldnídín í fjóra til sex mánuði, en hafa ber í huga, að hættan á endurtekinni arhythmiu er mest fyrstu fjórar vikurnar eftir að- gerðina. 1 seinni tið hefur gildi shkrar meðferðar með kínidíni verið dregin i efa (McDonald,4 Sandö7), jafnvel þótt notaðir hafi verið stærri skammtar, t. d. 400 mg þrisvar á dag. Jafnframt er talið, að kinídín í þessum skömmtum hafi nokkra hættu í för með sér, þar eð lyfið getur valdið fibrillatio ventriculorum og asystoli. Ef ldnídín er notað á annað borð, er rétt að leggja áherzlu á meðferðina fyrstu mánuðina. En svo virðist sem erfitt sé að fá sjúklingana til að taka lyfið reglulega til lengdar. Önnur lyf, svo sem procainamid (pronestyl), propranolol (inderal), liafa einnig verið reynd í þessu skyni, en ekki með sannfærandi árangri. Hjartaraflost við aðrar hjartsláttartruflanir en fibrillatio atriorum Að framan hefur hjartaraflostmeðferð við f.a. aðallega verið gerð að umræðuefni, en aðferðin er gagnleg við aðrar tachy- arhytmiur frá framhólfum, svo sem fluctuatio atriorum (flutter) og tachycardia supraventricularis. Fluctuatio atriorum svarar mjög vel raflostmeðferð, og er aðferðm áhrifameiri og áhættuminni en lyfjameðferð. Er því rétt að nota hana ávallt, þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Venjulega duga litlir skammtar af raforku, 50 til 100 watt/sek.5 Reynslan sýnir (McDonald4), að fleiri sjúklingar með fluctu- atio haldast í sinusrhythma eftir raflostmeðferð en sjúklingar með f.a. Tachycai-dia supraventricularis (t.s.): Rétt er að meðhöndla t.s. af ókunnum orsökum og einnig af völdum digitaliseitrunar með raflosti, ef lyfjameðferð eða vagus-erting ber ekki árangur.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.