Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 50

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 50
130 LÆKNABLAÐIÐ III 5 4 ára. Blæðir óeðlilega lengi úr smáskeinum (sjá 1. töflu). III 6 Án einkenna. III 7 Blæðingartilhneiging. Blæðir lengi úr smáskeinum. III 8 Án einkenna. NIÐURSTÖÐUR Af um 80 einstaklingum í fjölskyldum B og C voru 45, sem áttu annað foreldri eða a.m.k. eitt systkini með einkenni um óeðli- lega blæðingarhneigð (sjá 2. töflu). Af þessum 45 eru 14 taldir með einkenni um blæðingarhneigð. Samanburður er gerður á faktor VIII gildum lijá einstaklingum af báðum kynjum í fjöl- skyldum B og C og jafnframt gerður samanburður á þeim og fjölskyldu A, sem áður er lýst° (sjá 2. mynd). Niðurstöður storkurannsókna hjá fjórum einstaklingum í fjöl- skyldu B og tíu einstaklingum í fjölskyldu C. eru sýndar í 1. töflu. Blæðitími reyndist eðlilegur hjá þeim einstaklingum, sem rann- sakaðir voru, en þeir voru á þeim tíma án allra einkenna um blæðingarsjúkdóm. Ilins vegar reyndist blæðitími stúlkunnar III 4 lengdur í spítalalegunni. Storkutími var eðlilegur hjá sjö einstaklingum, þar af voru þrír úr fjölskyldu B með lækkun á faktor VIII. Prothrombin-tími og P—P sýndu ekki óeðlileg frávik frá eðlilegu plasma (kontrol), Cepbalin-prófið sýnir lág gildi lijá þeim einstaklingum, sem hafa lækkun á faktor VIII. Lægst hlutfallsgildi kemur fram hjá II 8 í fjölskyldu B, sem jafnframt því að hafa lágt faktor VIII gildi hefur einnig lækkað faktor IX (36% ) (sjá síðar). Faktor VIII gildi eru lækkuð hjá öllum fjórum einstaklingum úr fjölskyldu B, sem á voru gerðar storkuefnamælingar. I fjöl- skyldu C kemur fram lækkun á faktor VIII hjá fjórum einstald- ingum. Hjá tveimur þeirra mælist faktor VIII 45% (60% tahn neðri mörk hins eðlilega). Þessi gildi finnast lijá systur og móður propositæ. Sú fyrrnefnda hefur ekki haft önnur einkenni en þau, er um getur í sjúkrasögu (vide supra), og móðirin hefur verið án allra einkenna um blæðingar og á foreldra og' systur, sem eru án blæðingareinkenna og með eðlileg storkuefnagildi (sbr. 1. töflu). Við síðari innlögn mældist faktor VIII 38% hjá III 4. Henni var gefið 500 ml af blóði og sýni tekið 15—16 klst. síðar, og hafði l'aktor VIII þá hækkað í 56%.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.