Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 51

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 131 2. TAFLA Fjölskylda Án einkenna Með einkenni Systkina- Karlar Konur alls Karlar Konur Karlar Konur höpar B 10 12 6 1 10 29 C 6 3 3 4 4 16 B + C 16 15 9 5 14 45 Einstaklingfar með og án einkenna um blæðingar í f jölskyldu B og C. UMRÆÐUR Um storkuefnarannsóknir: Blæðingartími a.m. Duke hefur verið eðlilegur hjá einstaklingum i fjölskyldu B og C, sem taldir eru með von Willebrandssjúkdóm, en án sjúkdómseinkenna, þeg- ar þeir voru rannsakaðir. Hins vegar hefur blæðitími verið lengd- ur lijá þeim, sem rannsakaðir hafa verið í blæðingarkasti, t. d. III 23 í fjölskyldu B 1959 og III 4 í fjölskyldu C í ágúst 1969. Athuganir á blæðingartíma sýndu liið sama í fjölskyldu þeirri, sem rannsökuð var 1968.6 Stasapróf hefur yfirleitt verið neikvætt, en var þó jákvætt hjá II 7 í fjölskyldu B 1959, þótt blæðitími væri eðlilegur. Storkutími heilldóðs hefur verið eðlilegur. Svo sem lýst er í niðurstöðum og 1. töflu sýndi cephalintími lækkun, sérstaklega þar sem um var að ræða mesta lækkun á faktor VIII.. En þetta próf er viðkvæmt fyrir fleiri þáttum en faktor VIII og IX, shr. II 8 í fjölskyldu B. Þetta sést á útkomu þess í öðru normal plasma (kontrol 2), sem hefur faktor VIII og IX innan eðlilegra marka. A 3. mynd kemur fram, að faktor VIII gildi eru. mun lægri yfirleitt í karlmönnum en í kvenmönnum, sérstaklega í fjölskvldu A,1 en einnig í fjölskyldu B. I þessum fjölskyldum hafa og sjúkdómseinkenni hjá körlum verið meiri og tíðari en meðal kyenna. [Minnast verður þess, að „normalgildi“ fyrir faktor VIII miðast ekki við ákveðinn þekktan staðal, heldur er það meðaltalsgildi (sett 100%), sem hver rann- sóknarstofa hefur fundið með sinni tækni við rannsóknir á hópi einstaklinga, sem taldir eru eðlilegir.]

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.