Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 52

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 52
132 LÆKNABLAÐIÐ A B C I ■ ■ s 0 ■ ■ • 5 • 0 i i i i i i i ) 0 0 © ■ ■ ■ • i i i i i i • □0 ■ • 0 l i i i i i O 00 1 1 1 1 i 10 20 30 40 50 60 70 FACTOR 3Zm % 80 90 100 LÆEKKUÐ GILDI 4- EÐLILEG GILDI - 3. mynd Samanburður á faktor VIII gildum í fjölskyldu A, B og C. Skyggðu ferningarnir: Karlar með sjúkdóminn. Skyggðu og hálfskyggðu hring- irnir: Konur með sjúkdóminn. 1 fjölskyldn A og C eru konur með eðlileg faktor VIII gildi, en blæðingareinkenni. Þetta ósamræmi milli faktor VIII magnsins og blæðingareinkenna er ekki óþekkt fyrirbrigði í þessum sjúk- dómi,13, fi en hefur ekki tekizt að skýra. Hjá II 8 í fjölskyldu B kemur fram skortur bæði á faktor VIII og IX. Tvöfaldur skortur af þessu tagi í von Willebrandssjúkdómi, og yfirleitt, er sjaldgæfur viðburður. Þetta fyrirbrigði krefst nán- ari rannsóknar og skal ekki rætt frekar að sinni. Um sjúkdómsmynd. Sjúkdómseinkenni þau, sem koma fram hjá fólkinu í fjölskyldu B og C, koma i öllum atriðum lieim við sjúkdómsmynd von Willebrandssjúkdóms. Mest ber á blæðingum við minni háttar áverka, marblettum, sem eru stærri en svarar til áverka eða sem stundum koma án þekktrar orsakar. Meiri háttar blæðingar standa oftast í sambandi við þrálátar blóðnasir eða klæðaföll hjá konum. Uggvekjandi blæðingar liafa komið við tanndrætti. Djúpvefjablæðingar, svo sem vöðvablæðingar og lið- blæðingai-, sem einkenna sérstaklega sjiikdómsmynd fólks með hemofilia A og B, hafa ekki komið fram hjá fjölskyldu B og C. Þessi einkenni teljast til undantekninga í von Willebrandssjúk- dómi. Um greiningu. Nokkuð vantar á, að allt hafi verið gei*t, sem gerlegt er, með viðunandi aðstöðu til að staðfesta sjúkdómsgrein- inguna í þessum tveim fjölskyldum (B og C). Skortir þar aðallega á, að ekki hafa verið tök á að kanna ýtarlega viðbrögð einstakl- inga með lág faktor VIII gildi gagnvart plasma (eða „Cvopre- cipitate“-inngjöf ).14

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.