Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 62

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 62
138 LÆKNABLAÐIÐ þar sem slík skipan mála er útilokuð í heilum landsfjórðungum, a. m. k. um ófyrirsjáanlega framtíð. En í þessum landsfjórðungum býr fólk, sem þarfnast læknisþjónustu. í hvaða starfsgrein, sem er, hlýtur það alltaf að vera skemmtilegra og þægilegra, ef fleiri en einn maður úr starfsgreininni geta unnið saman. Reynslan er hins vegar sú, að þessu verður ekki ætíð við komið. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið sagt, tel ég algjöra nauð- syn, að læknasamtök geri sér ljóst, að endurskipulagning heilbrigðis- þjónustu dreifbýlisins verður því aðeins til raunhæfra úrbóta, að byrj- að verði á því að breyta læknishéraðaskipuninni og skipta landinu nið- ur í mismunandi stór héruð í samræmi við samgöngumöguleika og land- fræðilegar aðstæður. Því næst verði að því unnið að koma upp í hverju héraði heilbrigðismiðstöð, sem útbúin sé að tækjum og starfsliði skv. nútímakröfum, og að því loknu verði læknar ráðnir að stöðvunum, einn eða fleiri, eftir því sem stærð héraðanna gefur tilefni til. Þegar þessu marki er náð, er ég ekki endilega viss um, að bezta læknisþjónustan verði rekin í því héraði, sem flesta hefur læknana, og því muni enginn þurfa að skammast sín fyrir að gerast læknir í ein- mennings'héraði. Daníel Daníelsson, NESKAUPSTAB. UM EFNISSKRÁ 55. ÁRGANGS LÆKNABLAÐSINS Þessu hefti Læknablaðsins fylgir efnisskrá síðasta árgang-s, sem birtist af vangá með blaðsíðutali í febrúarblaði. Nú er efnis- skráin birt án blaðsíðutals og með titilsíðu, eins og venja hefur verið. Biður ritstjórnin afsökunar á þessum mistökum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.