Læknablaðið - 01.10.1970, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
149
aukizt mjög mildð siðustu árin, og sumar deildir þeirra eru orðn-
ar hliðstæðar sumum deildum Landspítalans; t. d. hafa öll sjúkra-
húsin stórar lyfjadeildir og Borgarspítalinn og Landspitalinn hafa
báðir stórar almennar skurðdeildir. Barnadeildir em bæði í Land-
spitalanum og Landakotsspítalanum. Ákveðið hefm' verið að
byggja geðdeild við Landspitalann, en auk þess er Kleppsspítal-
inn sérsjúkrahús fyrir geðsjúkdóma og ný geðdeild er við Borgar-
spítalann. Stór slysadeild er við Borgarspítalann, en engin slik
deild er við Landspitalann. Á Borgarspítalanum er ný deild fyrir
háls-, nef- og eyrnasjúkdóma, og ný sérdeild fyrir augnsjúkdóma
er á Landakotsspítalanum, en slíkar deildir eru ekki til á Land-
spitalanum og verða ekki i náinni framtíð. Landakotsspítalinn
annast meðferð flestra höfuðslysa á landinu.
Hér verður ekki rætt um byggingu og skipulag sjúkrahús-
anna og starfsemi þeirra frá sjónarmiði almennrar læknisþjón-
ustu og hagkvæmni i rekstri, heldm' eins og núna verður séð frá
sjónarhóli læluiadeildar. Þannig blasir við, að Landspítalinn, sem
verið hefur aðalkennsluspitalinn, er ekki lengur í sérflokki vegna
stærðar og reksturs og vantar þar að auki ýmsar deildir, sem
þegar eru reknar við hina spítalana í Reykjavík, og sumar þeirra
eru jafnvel ekki notaðar til kennslu.
Landspítalinn getur ekki lengm' einn annazt kennslu stúdenta
í klínískum greinum, og hann mun ekki verða fær um það á
tveimur næstu áratugum, ef miðað er við núverandi byggingar-
hraða. Fjöldi stúdenta í klínísku námi hefur vaxið mikið síðustu
árin og mun halda áfram að gera svo a. m. k. næstu fimm ár.
Þannig eru horfur á því, að á árununi 1974—77 muni a. m. k. 40
stúdentar útskrifast árlega úr læknadeild. Verða það nálægt helm-
ingi fleiri kandídatar árlega en verið hefur síðastliðin 15 ár. Árið
1976 gæti tala kandídata jafnvel nálgazt 80, þar sem þá lenda
saman árgangai-nir, sem imirituðust haustin 1969 og 1970.
Hin nýja reglugerð læknadeildar10 kom fyrst til framkvæmda
núna i haust, og mun allt nám í deildinni verða samkvæmt þeirri
reglugerð eigi siðar en frá og með haustinu 1975.
Ekki er enn ljóst, hversu stórir stúdentaárgangarnir verða
eltirleiðis, þar sem breyting á hin.nl nýju reglugerð læknadeild-
ar10,11 varðandi inntökuskilyrði heimilar takmörkim stúdenta-
fjöldans þannig: „Sé fjöldi stúdenta, sem stenzt fyrstaárspróf
meiri en svo, að veita megi þeim öllum viðunandi framhalds-
kennslu við aðstæður á hverjum tíma, getur deildin takmarkað
fjölda þeirra, sem halda áfram námi. Jafnframt skal þó a. m. k.