Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 58

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 58
162 LÆKNABLAÐIÐ (konglomerat) í papilluvefnum framan við lamina cribrosa. Liggi klasarnir hins vegar djúpt í vefniun, getur útlitið líkzt staspapill- um, er staðið hafa um langan tíma, og því valdið greiningai'örðug- leikum. ORSAKIR Á venjidegri augndeild (móttökuMutanum) eru 60—70% af þeim staspapillmn, sem fyrir koma, af völdum lieilaæxla eða skyldra sjúkdóma, er valda hækkun á mænuvökvaþrýstingi. Hér um bil 60% allra heilaæxla hafa í för með sér staspapillur. Ein tegund shkra æxla veldur þó nálega aldrei staspapillum, en það er adenom i heiladingli. Æxli neðan tentorimn valda yfirleitt staspapillum á hærra stigi en þau, sem eru ofan við það. Verða nú taldar nokkrar helztu orsakir staspapillunnar: 1) Æxli (neoplasma). 2) Igerðir. Granulom. Epi- eða subduralblóðsafn. Subaraclmoidal- Jjlæðingar. Blóðsafn í cerebrum. Aneurism. Cystur. 3) Aukið magn mænuvökva við hydrocephalus internus. 4) Hækkaður mænuvökvaþiýstingur vegna blóðtappa í sinus durae matris. 5) Misræmi milli stærðar heilabúsins og innihaldsins eins og við dysostosis cranio-facialis. Hér skal drepið á einkennilegt fyrirbæri, sem nefnt hefur verið pseudotumor cerebri. Við ástand þetta fiimast staspapillur, og sjúklingarnir kvarta margir um höfuðverk. Staspapillurnar geta komizt á hátt stig, og mænuvökvalþrýstingurinn hækkar, en or- sakirnar eru á huMu þrátt fyrir víðtækar athuganir. Ástand þetta getur varað mánuðum saman, en að lokum lækkar mænuvökva- þrýstingurinn, staspapillurnar hverfa og allt kemst í samt lag nema í þeim fáu tilfellum, þegar bjúgurinn veldur rýrnun og sjónskerðingu. Staspapilla á öðru auganu einvörðungu getur átt sér ýmsar skýringar. önnur papihan hefur e. t. v. rýrnað, og bjúgur getur því ekki myndazt í vef hennar. Þetta sjáum við m. a. í Foster- Kennedy syndrominu, þegar æxli, vegna þrýstings, veldur rýrnun i annarri sjóntauginni, en stasödemi í hinni (æxli á olfactorius- og sphenoidalsvæðunum). Við einliliða nærsýni á háu stigi mynd- ast ekki bjúgur þeirn megin vegna anatómiskra eiginda papill- nnnar. Við lágþrýsting i auga getur myndazt það, sem kallað er staspapil ex vacuo, t. d. eftir gat á auga vegna slyss eða aðgerða, sem opna augað.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.