Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 183 Gunnar Guðmundsson, dr. med. HEILAMENGISBLÆÐINGAR Á ISLANDI KLINISK RANNSÓKN INNGANGUR f þessari grein er skýrt frá hluta rann- sóknar á heilablóðfalli hérlendis á 11 ára tímabilinu frá 1958-1968. Er gerð grein fyrir orsökum, einkennum, kyn- og aldurs- skiptingu svo og batahorfum heilamengis- blæðinga (SAH) á íslandi. í annarri ritgerð5 var greint frá tíðni SAH hérlendis og í smíðum er ritgerð um niðurstöður á heilablóðfalli hjá 35 ára og yngri á áðurnefndu tímabili. Var reynt að hafa greiningarskilyrði SAH hin sömu og Pakarinen7 notaði í rannsókn sinni í Helsinki. GAGNASÖFNUN Gagnasöfnun hófst þegar á árinu 1967 á þann hátt, að fengin voru nöfn á öllum sjúklingum, sem legið höfðu á sjúkrahús- um Reykjavíkur á tímabilinu 1. jan. 1958 til 31. des. 1968, með sjúkdómsgreining- una: 1) Haemorrhagia subarachnoidalis. 2) Aneurysma cerebri. 3) Angioma cerebri eða cerebral arterio- venus malformation (AVM). Samtímis þessu voru einnig skráð nöfn allra sjúklinga með sjúkdómsgreininguna haemorrhagia cerebri, embolia cerebri eða thrombosis cerebri, sem voru 35 ára og yngri, vegna annarrar rannsóknar, sem fyrirhuguð var. Allar þessar sjúkraskrár voru lesnar af höfundi. Haft var samband við sjúkrahúslækna allra minni sjúkra- húsa utan Reykjavíkur og þeir spurðir um sjúklinga með áðurnefndar sjúkdóms- greiningar, sem ekki höfðu verið sendir til sjúkrahúsa í Reykjavík. Voru svör þeirra allra á þann veg, að þegar um væri að ræða SAH eða heila- blóðfall hjá 35 ára eða yngri, væru sjúkl- Taugasjúkdómadeild Landspítalans. ingarnir sendir til Reykjavíkur. Hins veg- ar hefðu nokkrir sjúklinganna dáið svo fljótlega eftir að þeir veiktust, að ekki hefði unnizt tími til að senda þá, en í þeim tilvikum kæmi sjúkdómsgreiningin fram á dánarvottorðinu. Höfundur fór til Akureyrar og athug- aði sjúkdómsgreiningu allra sjúklinga, sem legið höfðu á FSA á umræddu tíma- bili og var vandlega farið yfir sjúkra- skýrslur allra, sem höfðu primer SAH. Einnig las höfundur yfir krufningalýsing- ar á öllum, sem krufnir voru í Rannsókn- arstofu Háskólans, á tímabilinu 1. jan. 1958 til 31. des. 1968, en þar fara fram 91% allra krufninga á landinu. Voru þetta 5604 krufningar, þar af 1076 réttarkrufn- ingar. Athuguð voru öll dánarvottorð á tímabilinu 1958 til 1968, þar sem áður- nefndar sjúkdómsgreiningar voru aðal- eða aukasjúkdómsgreiningar og fengust þannig nöfn 77 sjúklinga, þar af 27, sem ekki höfðu fengizt upplýsingar um áður. Af þessum 27 höfðu 14 verið krufnir eða 51.8%. Ekki tókst að fá nægilegar upp- lýsingar um einn sjúkling og var honum því sleppt. Einnig var sleppt 7 sjúkling- um (3 karlar, 4 konur), sem samkvæmt dánarvottorði höfðu dáið úr SAH, því frekari rannsókn leiddi annað í ljós, m. a. sjúkraskýrslur eða upplýsingar heimilis- læknis. Tafla 1 sýnir hvaðan upplýsingar eru fengnar um sjúklingana, svo og bú- setu þeirra, er þeir veiktust. Af þeim 34 dánum, sem upplýsingar fengust um annars staðar frá en sjúkrahúsum, voru 25 krufnir eða 73.5%. Til að fá nokkra hugmynd um það, hversu margir sjúklingar með sjúkdóms- greininguna haemorrhagia cerebri, hemi- plegia cerebri, embolia cerebri eða thrombosis cerebri gætu verið með heila- mengisblæðingu (primer SAH), voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.