Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIO
205
LÆKNABLAÐIÐ
TME ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
f
Læknafclag Islands og
Læknafclag Rcykjavikur
59. ÁRG. — SEPT.-OKT. 1973
ÚRBÓTA ÞÖRF i HEIMILISLÆKNINGUM í
REYKJAVÍK
Margar þjóðir hafa átt í vaxandi erfiðleik-
um við að halda uppi viðunandi heimilis-
læknaþjónustu. Hér á íslandi hafa menn
ekki farið varhluta af þessum vanda. Svo
virðist sem hér í Reykjavík sé um vaxandi
erfiðleika að ræða í þessum efnum. Samfara
hraðri fólksfjölgun fer heimilislæknum fækk-
andi. Starfsaðstaða þeirra hefur lítið sem
ekkert batnað og er ófullnægjandi.Vinnuálag
er allt of mikið og starfið því úr hófi lýjandi
Við síðustu samninga varð hlutur heimilis-
lækna í Reykjavík minni en lækna við flesl
önnur störf. Ástandið í þessum efnum er
því þannig, að það laðar ekki unga lækna
til starfa í heimilislækningum.
Ef ekki verður ráðin bót á, munu Reyk-
víkingar verða að búa við síversnandi lækn-
isþjónustu á þessu sviði. Nú þegar hefur
fjölmennur hópur Reykvíkinga engan heim-
ilislækni og á þess ekki kost.
Almenningur kvartar sáran um, hve erfitt
sé að ná til læknis á Reykjavíkursvæðinu.
Hvað er til úrbóta?
Með heilbrigðislögunum nýju er stefnt að
því að skapa bætta aðstöðu til læknisþjón-
ustu með stofnun heilsugæzlustöðva, sem
reistar verða að mestum hluta fyrir fé úr
ríkissjóði. Strjálbýlið verður vafalaust, að
öðru jöfnu, látið sitja fyrir við stofnun slíkra
stöðva. Þess er því ekki að vænta, að í
þessu efni komi að Reykjavík fyrr en seint
og síðarmeir. Eftir því er ekki hægt að bíða.
Stofnun heilsugæzlustöðva á Reykjavíkur-
svæðinu þolir enga bið. Fyrirhuguð heilsu-
gæslustöð í Breiðholti virðist vera svo stór
og dýr, að þess verði langt að bíða, að hún
komi í gagnið.
Fljótvirkari aðgerðir verða að koma til, ef
takast á að laða unga lækna til starfsins,
nú, þegar mikil fjölgun er fyrirsjáanleg í
stéttinni. Einnig er aðkallandi að skapn
kennsluaðstöðu í heimilislækningum í
Reykjavík, svo að stofnun kennslustóls í
heimilislækningum við Háskóla íslands komi
að tilætluðu gagni.
Það má því ekki dragast lengur, að lækn-
ingamiðstöð í heimilislækningum verði kom-
ið á í Reykjavík. Tvær lækningamiðstöðvar
fyrir 4 til 6 lækna, hvor með nægjanlegu að-
stoðarliði og nokkurri rannsóknaraðstöðu,
mundu bæta úr brýnustu þörfinni.
í þessu skyni verður að taka í notkun
bráðabirgðahúsnæði, t. d. hæðir í stórhýs-
um, eða sérstaklega hannaðar byggingar,
sem nú þegar eru á markaði á Norðurlönd-
um. Borgaryfirvöld verða að finna leið til
að fjármagna slíkar framkvæmdir.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur hlýtur að hafa
áhuga á málinu og ætti að leggja sitt af
mörkum.
Síðast en ekki síst verða læknar að sýna
málinu áhuga og fylgja því fast eftir. Væri
það í samræmi við yfirlýsingar Læknafélags
íslands um að það sé þjóðarhagslega hag-
kvæmt að efla sem mest læknisþjónustu
utan sjúkrahúsa.
S. P. S.