Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 24
196 LÆKNABLAÐIÐ m ^Úr gömlum laeknablödum Því fer fjarri, að læknir hafi gert skyldu sína, þó hann gegni greiðlega öllum sjúkl- ingum og fái sína aura fyrir ómakið, jafn- vel ekki þó hann sé slingur að lækna þá, sem unt er að lækna. Aðalatriðið er að hann sé héraðsins vakandi auga í öllum heilbrigðismálum, og beri gæfu til þess að bæta ástandið. Verkefnin eru nóg. Það má benda á örfá dæmi: —■ Um 10.000 torfbæir og timburhús eru nú hér á landi, flest aumleg hreysi. Á ca. 50 árum verður að byggja þau öll upp. Þau endast ekki lengur. Ef vel er bygt og viturlega, eftir ástæðum, batnar heilbrigði manna stórum, dánartalan lækk- ar, berklaveikin þverrar, öll menning fær- ist í aukana, nýja kynslóðin hækkar og fríkkar. Þetta er víst og hitt líka, að lækn- ar landsins geta mikið stutt þetta mál og ýtt undir það. — Börnin deyja hér hrönnum saman fyrir örlög fram, þó gott sé nú hjá því sem áður var. Þeim eru gefin lyf og læknis- ráð, sem sýkjast, og búið er. Nýja stefnan segir: Gerið gangskör að því, að börnin séu lögð á brjóst, og mæðrunum kent að fara með þau. Vér höfum ekki svo mikið sem talið, hve mörg börn eru lögð á brjóst, og hve mörg ekki. Það fæst nú í fyrsta sinn við — manntalið! — Hér er mikið af geðveikum, afar- mikið af blindum. Það er sjálfsagt nauð- synlegt, að byggja heila höll á Kleppi yfir vitfirringana, en hitt er líka sjálfsagt, að rannsaka, hvort það er ættgengt eða ann- að, sem ærir menn og tryllir hér á landi, hvort nokkrar sérstakar orsakir finnast, sem valda blindunni. Þetta er eina vonin um að geta bætt ástandið. Eg læt þessi fáu dæmi nægja. Aðal- atriðið er þetta: Vér verðum að fá traust- an heilbrigðisgrundvöll í landinu, annars verður lækningastarfið eins og að ausa vatni í botnlaust hrip. Að mjög miklu leyti er það komið undir heilbrigðisstjórn vorri, hversu þetta tekst, því hennar er að standa bæði fyrir rannsóknum og marg- háttuðum framkvæmdum. G. H. 1921. Óálitlegar tillögur. Prof. Binding (lögfr.) og próf. Hoche (læknir), hafa ritað bók þess efnis, að leyfa að taka ólæknandi menn og geðveika (ólækn.) af dögum. Þá hafa jafnaðarmenn flutt frv. í þýzka þing- inu þess efnis, að konum sé frjálst að leysa sér höfn. Auðvitað mæta þessar til- lögur áköfum mótmælum. (1922). Dularfullt fyrirbrigði. Charles Russ, raf- magns-læknir hefir smíðað áhald, sem hreyfist, ef á það er horft. Er það sléttur sívafningur, hlaðinn rafmagni, sem hangir í silkiþræði, og er alt saman lokað inni í loftheldum málmkassa. Áhaldið snýst á ýmsa vegu, eftir því sem á það er horft, og Russ þykist hafa útilokað, að hiti, ljós eða önnur öfl en sjónin valdi þessu. Marg- ir eðlisfræðingar hafa skoðað áhöldin, og ekki getað gefið aðra skýringu betri. Russ setur þetta í samband við það, hve algengt það er, að menn finna, ef á þá er horft. (1922). Tannpína á ísöld. 1921 fundust nokkrar leifar af manni í Rhodesíu afargamlar, frá ísöld eða eldri. Tönnur voru mjög jetnar og merki gamals tannkýlis fundust, einnig arthritis chron. Þá leit og út fyrir, að grafið hefði í pr. mastoideus og hafði gert út, en gröfturinn líklega ekki komist lengra en undir hálsvöðva og maðurinn dáið úr flegm. colli og sepsis. Snemma taka böm til meina og gömul má tannátu- farsóttin vera orðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.