Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 201 ÁR Línurit 2. Fjöldi sjúklinga innlagðra í fyrsta sinn órunum 1951-1970. karlar og konur sér. göngu um að ræða fyrstu innlagningar. Innlagningarnar eru flokkaðar eftir sjúk- dómsgreiningum, t. d. hafa á árabilinu 1951-1962 komið inn að meðaltali 28,1 einstaklingur á ári með toxicomania, þ. e. annað hvort lyfjamisnotkun eða drykkju- sýki. Þess má geta, að af þessum 28,1 til- fellum hafa 24,2 verið karlar, en aðeins 3,9 konur, þ. e. a. s. karlmenn eru í yfir- gnæfandi meirihluta meðal ofneyzlu- sjúklinganna. Áfengissjúklingarnir eru að- aluppistaðan í þessum hóp, þar sem nar- komanisjúklingarnir eru enn mjög fáir. Á tímabilinu 1963-1970 hafa komið inn að meðaltali 108,5 sjúklingar á ári með toxicomania, þ. e. nærri fjórföld aukning hefur átt sér stað. Einnig hér eru kari- menn í yfirgnæfandi meirihluta, eins og kemur fram á töflunni. Næst í röðinni koma vefrænir sjúkdómar, þar undir flokkast bæði senil og praesenil dementiur, svo og cerebrovasculer sjúkdómar, arterio- sclerosis cerebri og dementia arterio- sclerotica. Á fyrra tímabilinu hafa komið að meðaltali 5,9 tilfelli á ári, en á seinna tímabilinu 17,5 á ári. Þarna er um að ræða næstum þrefalda aukningu. Ef við lítum nánar á meðaldvalartímann fyrir þennan sjúklingahóp sést, að dvalartím- inn hefur stytzt að mun síðustu árin, þannig að meðaldvalarlengdin á seinna tímabilinu er aðeins tæpur þriðjungur meðaldvalartímans á fyrra tímabilinu. Þessi stytting á dvalartíma sjúklinga með vefræna hrörnunarsjúkdóma í miðtauga- kerfi á rætur sínar að rekja til meðvitaðr- ar stefnu spítalans í þá átt að bægja frá spítalanum, eins og unnt er, kroniskum hjúkrunarsjúklingum, sem ekki geta á nokkurn hátt hagnýtt sér dvölina þar. Reynt er þannig að forðast að loka sjúkra- húsplássum um lengri tíma fyrir þeim, sem betri not gætu haft af meðferðinni. Þessi viðleitni hefur þó alls ekki borið tilætlaðan árangur eins og sjá má af því, að á seinna tímabilinu er meðaldvalar- tími sjúklinga, innlagðra í fyrsta sinn með þessa sjúkdóma, ennþá í kringum 100 dagar. Fjöldi fyrstu innlagninga fyrir psychoses functionales, þar með talin schizophrenia og maniodepressiv psychosis, hefur allt að því þrefaldazt. Eins og tafl- an sýnir, hefur orðið veruleg aukning á innlagningatíðni í nær öllum sjúkdóms- flokkunum. Línurit 3. Meðaldvalartími (í dögum) sjúklinga inn- lagðra í fyrsta sinn á árunum 1951-1970, karlar og konur sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.