Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 33

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 201 ÁR Línurit 2. Fjöldi sjúklinga innlagðra í fyrsta sinn órunum 1951-1970. karlar og konur sér. göngu um að ræða fyrstu innlagningar. Innlagningarnar eru flokkaðar eftir sjúk- dómsgreiningum, t. d. hafa á árabilinu 1951-1962 komið inn að meðaltali 28,1 einstaklingur á ári með toxicomania, þ. e. annað hvort lyfjamisnotkun eða drykkju- sýki. Þess má geta, að af þessum 28,1 til- fellum hafa 24,2 verið karlar, en aðeins 3,9 konur, þ. e. a. s. karlmenn eru í yfir- gnæfandi meirihluta meðal ofneyzlu- sjúklinganna. Áfengissjúklingarnir eru að- aluppistaðan í þessum hóp, þar sem nar- komanisjúklingarnir eru enn mjög fáir. Á tímabilinu 1963-1970 hafa komið inn að meðaltali 108,5 sjúklingar á ári með toxicomania, þ. e. nærri fjórföld aukning hefur átt sér stað. Einnig hér eru kari- menn í yfirgnæfandi meirihluta, eins og kemur fram á töflunni. Næst í röðinni koma vefrænir sjúkdómar, þar undir flokkast bæði senil og praesenil dementiur, svo og cerebrovasculer sjúkdómar, arterio- sclerosis cerebri og dementia arterio- sclerotica. Á fyrra tímabilinu hafa komið að meðaltali 5,9 tilfelli á ári, en á seinna tímabilinu 17,5 á ári. Þarna er um að ræða næstum þrefalda aukningu. Ef við lítum nánar á meðaldvalartímann fyrir þennan sjúklingahóp sést, að dvalartím- inn hefur stytzt að mun síðustu árin, þannig að meðaldvalarlengdin á seinna tímabilinu er aðeins tæpur þriðjungur meðaldvalartímans á fyrra tímabilinu. Þessi stytting á dvalartíma sjúklinga með vefræna hrörnunarsjúkdóma í miðtauga- kerfi á rætur sínar að rekja til meðvitaðr- ar stefnu spítalans í þá átt að bægja frá spítalanum, eins og unnt er, kroniskum hjúkrunarsjúklingum, sem ekki geta á nokkurn hátt hagnýtt sér dvölina þar. Reynt er þannig að forðast að loka sjúkra- húsplássum um lengri tíma fyrir þeim, sem betri not gætu haft af meðferðinni. Þessi viðleitni hefur þó alls ekki borið tilætlaðan árangur eins og sjá má af því, að á seinna tímabilinu er meðaldvalar- tími sjúklinga, innlagðra í fyrsta sinn með þessa sjúkdóma, ennþá í kringum 100 dagar. Fjöldi fyrstu innlagninga fyrir psychoses functionales, þar með talin schizophrenia og maniodepressiv psychosis, hefur allt að því þrefaldazt. Eins og tafl- an sýnir, hefur orðið veruleg aukning á innlagningatíðni í nær öllum sjúkdóms- flokkunum. Línurit 3. Meðaldvalartími (í dögum) sjúklinga inn- lagðra í fyrsta sinn á árunum 1951-1970, karlar og konur sér.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.