Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 45
lÆKNABLAÐIÐ
209
FRÁ LANDLÆKNÍ
AÐBÚNAÐUR HÉRAÐSLÆKNA
Á árunum 1972-73 var gerð könnun á
aðbúnaði héraðslaekna. Útbúinn var sér-
stakur spurningalisti, sjá töflu I. Greinar-
höfundur hefur heimsótt flesta héraðs-
lækna landsins og læknamóttökur á tíma-
bilinu ágúst 1972 — september 1973, og
eru niðurstöður því að mestu byggðar á
eigin athugunum.
Til þess að tryggja sem réttastar niður-
stöður, var talað við flesta héraðslækna í
ágúst cg september 1973 og alla þá, sem
ekki höfðu verið heimsóttir. Könnun nær
yfir 52 héruð, en ekki yfir Reykjavík,
Kópavog, Neshérað (enginn héraðslæknir
þar), Bakkagerðishérað og Djúpavíkurhér-
að.
Könnuð voru eftirfarandi atriði:
1) Stærð og ástand íbúðarhúsnæðis.
2) Stærð móttöku og aðstöðu.
3) Tækjabúnaður.
4) Starfslið.
Leitað var upplýsinga um stærð bústaða
héraðslækna, þ. e. íbúðir og móttöku hjá
Húsameistara ríkisins og fengust upplýs-
ingar um 40 bústaði. Tölur segja ekki ná-
kvæmlega til um stærð íbúða, því að í
flestum bústöðum er einnig læknismóttaka.
Meðalstærð ofannefndra bústaða er 155m2
(stærðargráða=range) 240-110m2. (Sjá
töflu II).
Tafla III sýnir álit héraðslækna á gæð-
um húsnæðis Algengar kvartanir eru, að
húsið leki, sé illa við haldið og fáist ekki
lagað, þrátt fyrir margra ára kvartanir.
Að eigin raun hef ég komist að því, að
nokkur hús eru ekki íbúðarhæf, enda göm-
ul.
Þessi könnun nær ekki til allra hérað-
anna (52), þar eð í nokkrum héruðum
TAFLA I
Aðbúnaður héraðslækna 1972-1973.
SPURNINGALISTI
Húsnæði læknis:
Móttaka:
Tækjabúnaður:
Ánægður:
Stærð:
Byggt:
Ánægður:
Ánægður:
Sæmilegt: Ekki ánægður:
Sæmilegt: Ekki ánægður:
Sæmilegt: Ekki ánægður:
Upplýsingar um starfslið og tækjabúnað:
Hjúkrunarkona
Ritari
Meinatæknir
Spjaldskrá
Röntgentæki
EKG
Skyndihjálp
Önnur tæki
Úrlausn:
Úrlausn:
Staðall I samkvæmt Lækna-
samkvæmt Lækna-
blaði 1972.
Viðunandi:
Óviðunandi: