Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 62
220 læknablaðið tímabundin. Einkennandi fyrir sjúkdóm þennan er, að mikil örorka fylgir, og er hann því mikið þjóðfélagsvandamál. Finnar virðast manna fyrstir hafa tekið þetta vandamál föstum tökum, og er Rheumasjúkrahúsið í Heinola merki þess, enda orðið fyrirmynd slíkrar starfsemi víða um heim. REUMASAATIÖN SAIRAALA Stofnunin sá dagsins ljós 1951. Hún er eign Rheumasjóðsins, en í hann greiða sinn þriðjunginn hvert, ríkissjóður, sjúkra- samlögin og flest bæjar- og sveitarfélög landsins. Stærstu bæirnir, Helsingfors og Ábo, standa þó utan við og hafa rheuma- deildir á eigin sjúkrahúsum, en sökum þrengsla þar lenda einnig sjúklingar frá þessum bæjum í Heinola. í Heinola er rúmafjöldi 317, þar af 24 á barnadeild. Daglegan rekstur legudeilda annast 15 lyflæknar, en þar að auki stjórn- ar sérstakur læknir endurhæfingu, en þá starfsemi annast sjúkraþjálfarar, félags- fræðingar, sálfræðingar o. fl. Ágætar skurðstofur eru við sjúkrahús- ið, vel búnar tækjum og starfsliði. Sex bæklunarskurðlæknar eru við stofnunina, einn svæfingarlæknir og einn röntg'en- læknir. Engar sérstakar legudeildir eru fyrir skorna sjúklinga og virtist það ekki koma að sök, þar sem starfsfólk var vant með- ferð skorinna sem óskorinna. Sjúkrahúsinu tilheyrir og spítalagisti- hús og verður vikið að því síðar. STARFSEMI Reumasáátiön Sairaala mun eina sjúkra- húsið í víðri veröld, sem eingöngu er helgað RA, og getur boðið upp á öll þekkt hjálparmeðul, hvort sem þau heyra til lyflækningum, skurðlækningum eða end- urhæfingu, líkamlegri, andlegri og félags- legri. Leitun mun á stofnun, sem er jafn þaulhugsuð. Ekki er sleppt hendi af sjúklingi fyrr en hann er kominn á þann bás í þjóðfélaginu, sem honum hentar bezt. Sjúklingarnir koma til Heinola eftir til- vísunum. Er þá oftast um erfið tilfelli að ræða, eða væntanlega skurðsjúklinga. Sjúklingurinn er síðan kallaður beint til inntöku á deild eða til skoðunar á göngu- deildina. Er þar ákveðið, hvort meðhöndla eigi í Heinola eða á heimasjúkrahúsi. Eru í síðarnefndu tilfellunum gefin ráð og bendingar um meðferð. Bæði lyf- og skurð- læknar reka göngudeildina, en skurðlækn- arnir líta að sjálfsögðu eftir skornum sjúklingum á legudeildum. S.l. ár voru gerðar 3500 skurðaðgerðir á RA sjúkling- um, þar af 300 á göngusjúklingum. Jafn- framt og á eftir skurð- og lyfjameðferð fer fram margvísleg sjúkraþjálfun og orkulækning. Langlegubörn stunda skóla- nám á spítalanum. Langtaðkomnir að- standendur í heimsókn búa á spítalagisti- húsinu. Endurhæfingin sér um, að sjúkl- ingurinn sé ekki skilinn eftir á flæðiskeri. Hann fær þau tæki, sem hann þarf og lærir að nota þau. Honum er séð fyrir hjálp heima, eða honum komið fyrir á öryrkjahæli, ef með þarf. Honum er hjálp- að með endurmenntun eftir eigin vilja og getu. MEÐFERÐ Yfirlæknir spítalans og lyfjadeildar, prof. Veikko Laine, hefur verið driffjöðrin frá upphafi stofnunarinnar 1951. Hann segir lyfjameðferð ekki hafa tek- ið neinum verulegum breytingum síðustu ár, og sé aðallega stuðzt við gull, steroida, antimalarialyf og salicylöt. Um aukaverk- anir vildi hann sem minnst tala, sagði, að lyf þessi hjálpuðu það mörgum, og þar að auki væru aukaverkanir minni en fyrr vegna þess, að bæði læknar og sjúklingar þekktu þær betur en áður og gætu því gert gagnráðstafanir. Próf. Laine var mjög hlynntur skurðaðgerðum á RA sjúklingum og fyrir hans atbeina var, þeg- ar árið 1952, ráðið skurðlið að stofnuninni. Dr. Mákisara stjórnaði endurhæfingar- deildinni, sem var fimmskipt: 1) Sjúkra- þjálfun, 2) Handavinnukennsla, 3) Þjálf- un í notkun hjálpartækja öryrkja, 4) Fé- lagsráðgjafastarfsemi, 5) Klinisk sálfræði og vinnuleiðbeining. Við spítalann eru 16 stöður sjúkraþjálf- ara, en mikill skortur er á þeim starfs- krafti þar í landi, og því eingöngu 6 setn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.