Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 24

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 24
196 LÆKNABLAÐIÐ m ^Úr gömlum laeknablödum Því fer fjarri, að læknir hafi gert skyldu sína, þó hann gegni greiðlega öllum sjúkl- ingum og fái sína aura fyrir ómakið, jafn- vel ekki þó hann sé slingur að lækna þá, sem unt er að lækna. Aðalatriðið er að hann sé héraðsins vakandi auga í öllum heilbrigðismálum, og beri gæfu til þess að bæta ástandið. Verkefnin eru nóg. Það má benda á örfá dæmi: —■ Um 10.000 torfbæir og timburhús eru nú hér á landi, flest aumleg hreysi. Á ca. 50 árum verður að byggja þau öll upp. Þau endast ekki lengur. Ef vel er bygt og viturlega, eftir ástæðum, batnar heilbrigði manna stórum, dánartalan lækk- ar, berklaveikin þverrar, öll menning fær- ist í aukana, nýja kynslóðin hækkar og fríkkar. Þetta er víst og hitt líka, að lækn- ar landsins geta mikið stutt þetta mál og ýtt undir það. — Börnin deyja hér hrönnum saman fyrir örlög fram, þó gott sé nú hjá því sem áður var. Þeim eru gefin lyf og læknis- ráð, sem sýkjast, og búið er. Nýja stefnan segir: Gerið gangskör að því, að börnin séu lögð á brjóst, og mæðrunum kent að fara með þau. Vér höfum ekki svo mikið sem talið, hve mörg börn eru lögð á brjóst, og hve mörg ekki. Það fæst nú í fyrsta sinn við — manntalið! — Hér er mikið af geðveikum, afar- mikið af blindum. Það er sjálfsagt nauð- synlegt, að byggja heila höll á Kleppi yfir vitfirringana, en hitt er líka sjálfsagt, að rannsaka, hvort það er ættgengt eða ann- að, sem ærir menn og tryllir hér á landi, hvort nokkrar sérstakar orsakir finnast, sem valda blindunni. Þetta er eina vonin um að geta bætt ástandið. Eg læt þessi fáu dæmi nægja. Aðal- atriðið er þetta: Vér verðum að fá traust- an heilbrigðisgrundvöll í landinu, annars verður lækningastarfið eins og að ausa vatni í botnlaust hrip. Að mjög miklu leyti er það komið undir heilbrigðisstjórn vorri, hversu þetta tekst, því hennar er að standa bæði fyrir rannsóknum og marg- háttuðum framkvæmdum. G. H. 1921. Óálitlegar tillögur. Prof. Binding (lögfr.) og próf. Hoche (læknir), hafa ritað bók þess efnis, að leyfa að taka ólæknandi menn og geðveika (ólækn.) af dögum. Þá hafa jafnaðarmenn flutt frv. í þýzka þing- inu þess efnis, að konum sé frjálst að leysa sér höfn. Auðvitað mæta þessar til- lögur áköfum mótmælum. (1922). Dularfullt fyrirbrigði. Charles Russ, raf- magns-læknir hefir smíðað áhald, sem hreyfist, ef á það er horft. Er það sléttur sívafningur, hlaðinn rafmagni, sem hangir í silkiþræði, og er alt saman lokað inni í loftheldum málmkassa. Áhaldið snýst á ýmsa vegu, eftir því sem á það er horft, og Russ þykist hafa útilokað, að hiti, ljós eða önnur öfl en sjónin valdi þessu. Marg- ir eðlisfræðingar hafa skoðað áhöldin, og ekki getað gefið aðra skýringu betri. Russ setur þetta í samband við það, hve algengt það er, að menn finna, ef á þá er horft. (1922). Tannpína á ísöld. 1921 fundust nokkrar leifar af manni í Rhodesíu afargamlar, frá ísöld eða eldri. Tönnur voru mjög jetnar og merki gamals tannkýlis fundust, einnig arthritis chron. Þá leit og út fyrir, að grafið hefði í pr. mastoideus og hafði gert út, en gröfturinn líklega ekki komist lengra en undir hálsvöðva og maðurinn dáið úr flegm. colli og sepsis. Snemma taka böm til meina og gömul má tannátu- farsóttin vera orðin.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.