Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 10
186
LÆKNABLAÐIÐ
TABLE5
Autopsy findings in the present series.
Number of patients
Findings Males Females Total Percentage
Negative 13 6 19 29.7
Aneurysm 30 14 44 68.8
AVM 0 1 1 1.6
Total 43 21 64 100.1
lega heilaæðamynd (báðar carotis æðar og
vertebralis), fékk nokkrum árum síðar
lamanir í hendur og var orsökin fyrir
SAH þá greind spinal angiom.
Algengustu staðir aneurysma voru: a.
cerebri ant. 39 (44.8%), og a. cerebri med.
27 (31.0%). Fleiri en eitt aneurysma höfðu
5 sjúklinganna (5.7%). Tafla 7.
EINKENNI
Á töflu 8 má sjá byrjunareinkennin hjá
158 sjúklinganna, en ekki var vitað um
þau hjá 6 sjúklinganna og eru þeir allir
dánir. Langflestir sjúklinganna veiktust
fyrst með höfuðverk (44.5%) eða höfuð-
verk og meðvitundarleysi (25.0%). Við
skoðun, skömmu eftir að sjúklingarnir
veiktust (tafla 9), voru 35 (21.3%) aðeins
með hnakkastirðleika, 15 (9.1%) með smá-
vegis hnakkastirðleika, eða alls 50
(30.5%). Væg einkenni frá miðtaugakerfi
höfðu 61 (37.2%) og 32 (19.5%) voru
djúpt meðvitundarlausir. Engar upplýsing-
ar fengust um byrjunareinkenni 4 sjúkl-
inganna og eru 3 þeirra dánir.
Við athugun á almennu heilsufari sjúkl-
inganna, áður en þeir veiktust, kom í ljós,
(tafla 10), að 79 (48.2%) höfðu verið
heilsuhraustir, 51 (31.1%) höfðu haft höf-
uðverk, en að öðru leyti verið heilsugóðir.
Varðandi gang einkenna í bvrjun sjúk-
dóms, virtust þau fara batnandi hjá 96
sjúklinganna, en versnandi hjá 68. Há-
þrýsting höfðu 35 sjúklinganna.
ALDURS- OG KYNDREIFING
Af 164 sjúklingum voru karlar 94
(57.3%) og konur 70 (42.7%). Töflur 11,
12 og 13 sýna aldurs- og kyndreifingu
hópsins, auk niðurstaðna heilaæðamynda-
töku. Áberandi er fjöldi sjúklinga í aldurs-
flokknum 0-9 og 10-19 ára. Af þeim 23
sjúklingum, sem eru með eðlilega heila-
æðamynd, eru 13 karlar (56.5%) og af 87
með aneurysma eru 57 karlar (65.5%).
Tafla 14 sýnir aldurs- og kyndreifingu hjá
15 sjúklingum, þar sem ekki fannst nein
skýring á blæðingunni við krufningu.
Ný tilfelli á árunum 1958-1966 voru 126,
þar af 79 karlar og 47 konur, og á árunum
1967-1968 voru 38 ný tilfelli, þar af 15
karlar og 23 konur.
TABLE6
Autopsy findings where death occurred before admission to hospital,
present series.
Number of patients
Findings Males Females Total Percentage
Negative 6 3 9 36.0
Aneurysm 12 4 16 64.0
Total 18 7 25 100.0