Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 20
192
LÆKNABi.AÐIÐ
TABLE 18
Number and time of deaths from initial haemorrhage in the acute phase,
present series, both sexes.
Cause lst day 2nd-7th day 3rd-12th week Total of deaths
Patients with proved aneurysm 12 1 5 18
Patients with negative autopsy finding 12 1 1 14
Patients with neither angiography nor autopsy 3 6 0 9
Total 27 8 6 41
veiktust, sem er svipað og hjá Walton10
(28.0%).
Aldursdreifingin í þessari rannsókn er
mjög svipuð og í eldri rannsóknum, þ. e.
sjaldgæf innan við tvitugt. og hæsta tíðni
á aldrinum 40-59 ára. Almennt hefur ver-
ið talið, að SAH sé algengara hjá konum
en körlum, en í þessari rannsókn virðist
enginn marktækur munur á kynjum. Hins
vegar var greinilega meira um konur með-
al þeirra, sem búsetu eiga á Reykjavíkur-
svæðinu, en úti á landi.5 Hjá Pakarinen"
voru konur 58.8%, en í þessari rannsókn
42.7%.
Kynskiptingin á tímabilinu 1967-68 er
marktækt frábrugðin kynskiptingunni
1958-66, þannig, að mun meira er um kon-
ur 1967-68 (P<0.02), en engin nærtæk
skýring er á þeim mun.
I hinum ýmsu rannsóknum á SAH er
dánartíðnin 31.3%, ef miðað er við sjúkl-
inga, sem innlagðir hafa verið í almenn
sjúkrahús.7. Dánartíðnin í þessari rann-
sókn er fremur há, eða 51.8%. Það kemur
ekki fram neinn munur á dánartíðni, hvort
heldur sjúklingar fá einu sinni blæðingu
eða oftar, sem er ólíkt því, sem kemur
fram í eldri rannsóknum, þar sem dánar-
tíðni vegna endurtekinna blæðinga er að
meðaltali talin 67%. Dánartíðnin hjá
Pakarinen7 var 40.6% vegna fyrstu blæð-
ingar og 63.0% vegna allra blæðinga og
skurðaðgerða. Einnig kemur fram í þess-
ari rannsókn, að dánartíðni á bráðastigi
sjúkdómsins er svo til hin sama hjá þeim,
sem fengið hafa einu sinni blæðingu og
þeirn, sem fengið hafa oftar en einu sinni
blæðingu (41.0%, 39.1%).
Trumpy0 telur dánartíðni vegna fyrstu
blæðingar ekki vera nema 8%, ef um er
að ræða óþekkta orsök, en 14%, þegar um
er að ræða aneurysma. Tíðni endur-
tekinna blæðinga taldi hann 18.2%, ef
orsök var óþekkt, en 77.0%, ef um var
TABLE 19
Number and time of deaths from recurrent haemorrhage in the acute phase,
present series, both sexes.
Cause lst day 2nd-7th day 3rd-12th week Total of deaths
Patients with proved aneurysm 2 8 6 16
Hnknown 1 3 5 9
Total 3 11 11 25