Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 29

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 197 Gísli Á. Þorsteinsson ATHUGUN Á INNLAGNINGARTÍÐNI OG DVALARTÍMA SJÚKLINGA Á KLEPPSSPITALANUM 1951-1970 Á sl. 20 ára tímabili hafa orðið stórkost- legar breytingar á rekstri og fyrirkomu- lagi geðsjúkrahúsa í flestum menningar- löndum heims. Veldur þar bæði um, að nýjar og árangursríkari aðferðir hafa rutt sér til rúms við meðferð geðsjúkdóma, og einnig gjörbreytt afstaða almennings, yfir- valda og læknastéttarinnar sjálfrar gagn- vart geðsjúku fólki og félagslegum vanda- málum þeirra. Hydrotherapi, insulinmeð- meðferð og rafrotsmeðferð hafa þokað fyr- irhinni nýju psykofarmacotherapi, oghefð- bundin, langvinn, analytisk einstaklings- psykotherapi hefur a. m. k. að nokkru leyti orðið að þoka fyrir hópmeðferð af ýmsu tagi, fjölskyldumeðferð, samfélags- lækningum (therapeutic community) at- fei'lislækningum (behaviour therapy) og styttri einstaklingsbundinni psykotherapi. Vinnulækningarnar hafa þó að sjálfsögðu haldið velli, en orðið meira starfsmiðaðar en áður. Tímabil nútíma psykofarmaco- therapi hófst árið 1952 með’ tilkomu Largactils (chlorpromazins), sem markar tímamót í sögu geðlæknisfræðinnar. í kjöl- far Largactils komu síðan fram á næstu ái’um fjölmörg fentiazinafleiði með sér- hæfðari lækningamætti og minni auka- verkunum. Árið 1957 var hið fyrsta thymolepticum Tofranil (imipramin) tek- ið í notkun, og þar með var fundin ár- angursrík lyfjameðferð við þunglyndis- sjúkdómum, sem þrengt hefur indications- svið rafrotsmeðferðar meir og meir. Með tilkomu nútímageðlyfja gjörbreyttist and- rúmsloft og vinnuaðstaða á geðsjúkrahús- um víðast hvar, og svokallaðar „órólegar deildir“ hurfu að mestu úr sögunni. Líðan sjúklinganna breyttist yfirleitt mjög til batnaðar og lyfjameðferðin gerði það kleift að beita einnig öðrum lækningaað- ferðum samtímis, sem að öðrum kosti hefðu ekki komið til greina. Hægt var að opna margar sjúkradeildir, sem áður höfðu verið lokaðar, og auka frjálsræði sjúklinganna á flestum sviðum. Einnig voru sjúkradeildirnar gerðar heimilislegri og vistlegri. Á árabilinu 1951-1970 hafa orðið veru- legar breytingar á rekstri og fyrirkomu- lagi Kleppsspítalans í Reykjavík, líkt og víða annars staðar. Kleppsspítalinn var löngum eina geðsjúkrahús landsins, eða allt frá 1907 og þar til geðdeildin að Þing- holtsstræti 25 tók til stai’fa 1. jan. 1956 og í áframhaldi af henni geðdeild Borgai’- spítalans 1968. Rúmafjöldi Kleppsspítalans var 1951 240, en 196 í árslok 1970. Af þess- um rúmafjölda eru ekki nema um 150 not- hæf. Spítalinn hefur frá upphafi verið kennslustofnun jafnframt og í tengslum við Háskóla Islands. í byrjun tímabilsins komu til sögunnar ný og virk geðlyf, eins og áður hefur verið greint frá. Árið 1964 var hafinn rekstur göngudeildar við spítal- ann fyrir áframhaldandi eftirlit og með- ferð útskrifaðra sjúklinga. Þessi starfsemi hefur aukizt jafnt og þétt ár frá ári, og nú eru yfir 300 sjúklingar í reglulegri meðferð á göngudeildinni. Sumir þessara sjúklinga hafa komið í eftirmeðferð svo árum skiptir, og alltaf bætast nýir í hóp- inn. Það liggur nærri að ætla, að starfsemi göngudeildarinnar hafi komið í veg fyrir margar endurinnlagningar og verkað í þá átt að stytta dvalartímann, enda bendir athugun sú, er hér verður lýst, ákveðið í þá átt. í nóvember 1963 tók Kleppsspítalinn að sér rekstur sérstakrar deildar fyrir áfeng- issjúklinga hér í borg, sem ákveðin deild úr AA-samtökunum, Bláa bandið, hafði áð- ur rekið. Þannig varð 1964 mikil aukning á innlagningatíðni karla, sem að nokkru leyti skýrist af tilkomu Flókadeildarinnar með 24 vistpláss. (Þessi rúm eru meðtalin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.