Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 34

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 34
202 LÆKNABLAÐIÐ TAFLA 2 Með'aldvalartími sjúklinga innlagðra í fyrsta sinn á árabilunum ’51-’62 og ’63-’70 eftir diagnosum. Diagnosis: 1951-1962 1963-1970 Karlar Konur Karlar-j-konur Karlar Konur Karlar-J-konur Toxicomania (alc.-fdrug addiction) 23 50 27 dagar 35 39 36 dagar Morbi mentales organici 310 352 322 — 106 90 94 — Psychoses functionales 708 685 690 — 86 78 82 — Neuroses 112 372 320 — 73 67 70 — Personalitas pathologica (Psychopathia) 38 167 83 — 44 42 43.2 — Oligophrenia 41 2129 636 — 104 39 68 — Alii morbi mentales 15 9 12 — 34 152 48 — Meðaldvalartími fyrir alla diagnosuflokkana samanlagt 240 507 305 — 52 67 58 — Vert er að nefna í þessu sambandi, að á s.l. 8 ára tímabili hefur rúmum spítalans verið fækkað um rúmlega 40. Þessi fækk- un hefur verið framkvæmd til að losna við óviðunandi þrengsli á deildunum og gera þær þar með vistlegri og heimilis- legri. Tafla 2 sýnir meðaldvalartíma sjúkl- inga, sem innlagðir voru í fyrsta sinn á árabilunum 1951-1962 og 1963-1970, eftir sjúkdómsgreiningum. Meðaldvalartíminn hefur alls staðar stytzt miög mikið, nema hjá ofneyzlusjúklingum, þar hefur dvalar- tíminn lengst nokkuð á seinna bilinu. E. t. v. má skýra þessa lengingu að ein- hverju leyti með tilkomu Flókadeildar- innar í nóv. 1963, þar sem sumum sjúkl- inganna er gefinn kostur á nokkuð lang- vinnri meðferð, ef ástæða þykir til. í júlí 1954 tók áfengissjúklingahælið að Akurhóli til starfa, og leiddi það til stytt- ingar á dvalartíma áfengissjúklinga á Kleppsspítalanum, en þessarar styttingar gætti mest á árunum 1954-1962. Þetta hjálpar einnig til að skýra lengingu meðal- dvalartímans á seinna tímabilinu. Tafla 3 sýnir meðalfjölda fyrstu inn- lagninga á ári fyrir sjúklinga með schizo- phrenia og psychosis manio-depressiva á sömu árabilum og áður. í báðum sjúk- dómaflokkunum verður aukning á inn- lagningartíðninni. Næst kemur tafla (tafla 4), sem sýnir meðaldvalartíma í fyrstu innlögn sjúklinga með schizophreniu og psychosis manio-depressiva á tímabilunum 1951-1962 og 1963-1970. Fram kemur mjög mikil stytting á dvalartímanum, ekki sízt hjá sjúklingum með schizophrenia, þar sem meðaldvalarlengdin á seinna tímabil- inu er aðeins u. þ. b. 1/10 af dvalarlengd- inni á fyrra tímabilinu. UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Orsakirnar fyrir beim stórkostlegu breytingum, sem hér hafa verið raktar, eru margþættar: 1. Framfarir í geðlyfjameðferð, sem gæt- ir miklu meira á árunum eftir 1960. Moon og Patton (1965) leggja höfuð- áherzluna á þetta atriði.0 2. Á seinni árum hefur verið hægt að beita mun virkari meðferð vegna bættr- ar vinnuaðstöðu og aukinna starfs- krafta á spítalanum (fleiri læknar og meira sérhæft starfslið úr öðrum starfsgreinum). 3. Tilkoma göngudeildarinnar 1964. Það er sannfæring okkar, að göngudeildin hafi annars vegar flýtt fyrir útskrift margra sjúklinga, og hins vegar komið í veg fyrir margar endurinnlagnir. Þjónusta göngudeildarinnar hefur auk

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.