Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 42
206
LÆKNABLAÐIÐ
FRÁ NÁMSKEIÐS- OG FRÆÐSLUNEFND LÆKNA-
FÉLAGANNA
Stór hluti íslenzkra lækna hefur hlotið
framhaldsmenntun sína utan íslands, og
mun fæstum þeirra hafa reynst örðugt að
finna sér viðeigandi stofnun til upprifjun-
ar og viðhaldsmenntunar, er þeir á fárra
ári fresti leita út fyrir landsteinana í þessu
augnamiði. Algengt er, að læknar leiti þá
til sinna gömlu kennara og samstarfs-
manna og dvelji á gamalkunnugum
sjúkrahúsdeildum í lengri eða skemmri
tíma. Hitt er þó einnig til, að menn leiti
á ný mið og kynnist nýjum kringumstæð-
um og viðhorfum og hafa vafalaust báðar
leiðir sína kosti. Auk þessara námsdvala
við spítaladeildir hafa allmargir valið
þann kost að sækja skipulögð erlend nám-
skeið, og má telja, að námskeið Breta
hafi mest verið sótt, en einnig hefur ver-
ið nokkur þátttaka í námskeiðum í Banda-
ríkjunum og á Norðurlöndunum.
Námskeiðs- og fræðslunefnd læknafé-
laganna hefur áður gefið læknum kost á
að aðstoða þá til þátttöku í erlendum
námskeiðum. Ekki hefur þessi starfsemi
nefndarinnar ennþá orðið að veruleika,
og má máske um kenna of lítilli auglýs-
ingu þessara námskeiða á íslenzkum vett-
vangi. Læknablaðið mun nú í framtíðinni
bæta úr þessu og mun hafa sérstakan þátt
í blaðinu um væntanleg námskeið og
læknaþing og mun ritstjórn og námskeiðs-
nefnd hafa samvinnu um þennan þátt.
Jafnframt væri kærkomið að sérgreina-
félög eða einstaklingar sendu inn slíkar
upplýsingar, sem þeim kunna að berast.
Svo er einnig ráð fyrir gert, að skýrslur
um námskeið og fundi fræðslunefndanna
ásamt fyrirhuguðum verkefnum verði birt-
ar í þessum dálki.
Námskeiðs- og fræðslunefnd er sérstök
ánægja að því, að geta nú skýrt frá, að
íslenzkum læknum hefur verið boðin þátt-
taka án endurgjalds í allmörgum nám-
skeiðum, sem haldin verða í Danmörku í
ár og næstu 2 ár. Hér er um að ræða sér-
greinanámskeið og miðuð við þátttöku
yngri lækna í sérnámi, en geta einnig
komið að gagni eldri sérfræðingum til upp-
rifjunar og viðhaldsmenntunar. Því mið-
ur eru allmörg af þessum námskeiðum
þannig skipulögð, að þau skiptast í marga
þætti, sem vara 1 eða 2 daga í einu og
henta því ekki þátttakanda með búsetu
hér á landi, en sum námskeiðin standa í
4-5 daga og gætu hentað vel íslenzkum
þátttakendum. Upplýsingar um námskeið
þessi munu liggja frammi á skrifstofu
læknafélaganna, sem ásamt formanni
fræðslunefndar munu veita frekari upp-
lýsingar, en einnig mun Læknablaðið birta
smám saman skrá um helztu námskeiðin.
Rétt þykir að rekja nokkuð forsögu
þessa máls. í danska læknablaðnu birtist
á s.l. vetri ritstjórnargrein eftir ritstjór-
ann, dr. med. Povl Riis, undir yfirskrift-
inni ,,Vestmannaö-stipendier“. Kom þar
fram sú tillaga, að þáttur danskra lækna
í þeirri aðstoð, sem Danir ásamt öðrum
Norðurlandaþjóðum veittu íslendingum
vegna Vestmannaeyjahamfaranna, yrði í
því formi, að þeir ynnu að því að gera
íslenzkum læknum auðveldara en áður að
komast að í námsstöður og sækia við-
haldsmenntunar- og framhaldsmenntunai-
námskeið í Danmörku. Povl Riis er orð-
inn mörgum íslenzkum læknum vel kunn-
ur eftir heimsóknir sínar hingað til fyrir-
lestrahalds og námskeiðshalds. Hefur hann
áður í sama blaði (Ugeskrift for læger —
133: 158, 1971) skrifað ritstjórnargrein um
samvinnu íslenzkra og danskra lækna og
lagt þar áherzlu á þörf íslendinga fyrir
námsstöður, en hefur einnig sjálfur lagt
fram skerf til slíkra aðstoðar, bæði ein-
staklingum og með áðurnefndri nám-
skeiðsstarfsemi sinni hér á landi. í nýleg'ri