Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 42

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 42
206 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ NÁMSKEIÐS- OG FRÆÐSLUNEFND LÆKNA- FÉLAGANNA Stór hluti íslenzkra lækna hefur hlotið framhaldsmenntun sína utan íslands, og mun fæstum þeirra hafa reynst örðugt að finna sér viðeigandi stofnun til upprifjun- ar og viðhaldsmenntunar, er þeir á fárra ári fresti leita út fyrir landsteinana í þessu augnamiði. Algengt er, að læknar leiti þá til sinna gömlu kennara og samstarfs- manna og dvelji á gamalkunnugum sjúkrahúsdeildum í lengri eða skemmri tíma. Hitt er þó einnig til, að menn leiti á ný mið og kynnist nýjum kringumstæð- um og viðhorfum og hafa vafalaust báðar leiðir sína kosti. Auk þessara námsdvala við spítaladeildir hafa allmargir valið þann kost að sækja skipulögð erlend nám- skeið, og má telja, að námskeið Breta hafi mest verið sótt, en einnig hefur ver- ið nokkur þátttaka í námskeiðum í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndunum. Námskeiðs- og fræðslunefnd læknafé- laganna hefur áður gefið læknum kost á að aðstoða þá til þátttöku í erlendum námskeiðum. Ekki hefur þessi starfsemi nefndarinnar ennþá orðið að veruleika, og má máske um kenna of lítilli auglýs- ingu þessara námskeiða á íslenzkum vett- vangi. Læknablaðið mun nú í framtíðinni bæta úr þessu og mun hafa sérstakan þátt í blaðinu um væntanleg námskeið og læknaþing og mun ritstjórn og námskeiðs- nefnd hafa samvinnu um þennan þátt. Jafnframt væri kærkomið að sérgreina- félög eða einstaklingar sendu inn slíkar upplýsingar, sem þeim kunna að berast. Svo er einnig ráð fyrir gert, að skýrslur um námskeið og fundi fræðslunefndanna ásamt fyrirhuguðum verkefnum verði birt- ar í þessum dálki. Námskeiðs- og fræðslunefnd er sérstök ánægja að því, að geta nú skýrt frá, að íslenzkum læknum hefur verið boðin þátt- taka án endurgjalds í allmörgum nám- skeiðum, sem haldin verða í Danmörku í ár og næstu 2 ár. Hér er um að ræða sér- greinanámskeið og miðuð við þátttöku yngri lækna í sérnámi, en geta einnig komið að gagni eldri sérfræðingum til upp- rifjunar og viðhaldsmenntunar. Því mið- ur eru allmörg af þessum námskeiðum þannig skipulögð, að þau skiptast í marga þætti, sem vara 1 eða 2 daga í einu og henta því ekki þátttakanda með búsetu hér á landi, en sum námskeiðin standa í 4-5 daga og gætu hentað vel íslenzkum þátttakendum. Upplýsingar um námskeið þessi munu liggja frammi á skrifstofu læknafélaganna, sem ásamt formanni fræðslunefndar munu veita frekari upp- lýsingar, en einnig mun Læknablaðið birta smám saman skrá um helztu námskeiðin. Rétt þykir að rekja nokkuð forsögu þessa máls. í danska læknablaðnu birtist á s.l. vetri ritstjórnargrein eftir ritstjór- ann, dr. med. Povl Riis, undir yfirskrift- inni ,,Vestmannaö-stipendier“. Kom þar fram sú tillaga, að þáttur danskra lækna í þeirri aðstoð, sem Danir ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum veittu íslendingum vegna Vestmannaeyjahamfaranna, yrði í því formi, að þeir ynnu að því að gera íslenzkum læknum auðveldara en áður að komast að í námsstöður og sækia við- haldsmenntunar- og framhaldsmenntunai- námskeið í Danmörku. Povl Riis er orð- inn mörgum íslenzkum læknum vel kunn- ur eftir heimsóknir sínar hingað til fyrir- lestrahalds og námskeiðshalds. Hefur hann áður í sama blaði (Ugeskrift for læger — 133: 158, 1971) skrifað ritstjórnargrein um samvinnu íslenzkra og danskra lækna og lagt þar áherzlu á þörf íslendinga fyrir námsstöður, en hefur einnig sjálfur lagt fram skerf til slíkra aðstoðar, bæði ein- staklingum og með áðurnefndri nám- skeiðsstarfsemi sinni hér á landi. í nýleg'ri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.