Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 43

Læknablaðið - 01.10.1973, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 207 heimsókn sinni hingað til Reykjavíkur hafð dr. Povl Riis meðferðis bréf, sem danska heilbrigðisstjórnin hafði skrifað honum svohljóðandi: („Med henvisning til Deres skrivelser af 22. Marts, 1973, om Vestmannaö-stipendier, skal man — efter brevveksling med Specialistnævnet cg Indenrigsministeriet — meddele, at der i indeværende og de to fölgende finansár, hvert ár kan optages 1-2 islandske læger pá speciallægekurser her i landet, sáfremt dette kan ske uden oprettelse af yder- ligere hold“). Stjórn L.f. hefur þegar þakkað dr. Riis þetta framlag hans og fal- ið námskeiðsnefnd að hafa milligöngu um væntanlega þátttöku íslenzkra lækna í þessum námskeiðum. Búast má við, að framgangur þessa máls næstu árin mótist mest af því, hvort íslenzkir læknar sýni áhuga á þátttöku í þessum námskeiðum eða ekki. Námskeið íyrir héraðslækna og heimilislækna í Domus Medica 3.-6. sept. 1973 Svo sem venja hefur verið flest undan- farin ár, var haldið 4 daga námskeið fyrir héraðslækna og heimilislækna og var þátt- taka að þessu sinni óvanalega góð. Voru flestir læknarnir starfandi utan Reykja- víkur. Einnig sátu nokkrir stúdentar hluta námskeiðsins. Efni 1. dags námskeiðsins voru tvö. Var hið fyrra heilbrigðisskýrslur og notkun þeirra í áætlanagerð í heilbrigðismálum. Fundarstjóri þessa fundar var Guðjón Magnússon, en framsögumenn og þátttak- endur í umræðum voru: Benedikt Tómas- son skólayfirlæknir, Helgi Sigvaldason tölfræðingur, Kjartan Jóhannsson verk- íræðingur, Ólafur Ólafsson landlæknir, og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Síðari hluta dags var rætt um trygg- ingamál og stýrði þeim fundi Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri, en framsögu- menn voru Gunnar J. Möller formaður tryggingaráðs, Stefán Guðnason trygg- ingayfirlæknir, og Eggert Steinþórsson trúnaðarlæknir Sjúkrasamlags Reykjavík- ur. Auk þess sátu fundinn og tóku þátt í umræðum starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins og Jón Guðgeirsson trygginga- læknir. Annan dag námskeiðsins var rætt um lyf, sem notuð eru við meðferð hjarta- sjúkdóma og háþrýstings. Fundarstjóri var Árni Kristinsson og hafði hann undir- búið efni dagsins, en með honum voru kennarar: Einar Baldvinsson, Magnús Karl Pétursson, Guðmundur Oddsson og Kjartan Pálsson, en rætt var um meðferð hjartabilunar, hjartakveisu, háþrýstings, hárrar blóðfitu og hjartsláttartruflana. Seinni tveir dagar námskeiðsins voru helgaðir ellisjúkdómum og var efni fyrra morgunsins blóðrásartruflanir í heilaæð- um og geðtruflanir hjá öldruðum. Fundar- stjóri var Snorri Ólafsson, en framsögu- menn yfirlæknarnir Gunnar Guðmunds- son, Karl Strand og Haukur Þórðarson. Seinni hluta dagsins stýrði fundi Páll Ásmundsson. Var þá rætt um þvagfæra- sýkingu, þvagtregðu og þvaglos hjá öldr- uðum og voru þar framsögumenn Ólafur Örn Arnarson og Þór Halldórsson. Síðan flutti prof. W. Ferguson Anderson frá Glasgow erindi, er hann nefndi: Diagnosis in the elderly. Ráðgert er, að erindi þetta verði birt í Læknablaðinu. Síðasta dag námskeiðsins voru rædd tvö efni á morg- unfundinum, en þeim fundi stýrði Emil Als. Dr. med Per Hansen frá Stavanger flutrti erindi, er hann nefndi: Hjertesyg- dommer hos ældre og gamle, en að því loknu talaði Bragi Guðmundsson um vandamál frá fótum:,,Hvar skórinn krepp- ir“. Síðasti hluti námskeiðsins, eftir há- degi 6. sept., var jafnframt hluti af dag- skrá læknaþings, sem sett var af for- manni L.Í., Snorra P. Snorrasyni, kl. 2. Að því loknu flutti erindi dr. med J. Schervin frá Árósum um Tilrættelægg- else af forsorgen for de ældre, en að því

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.