Læknablaðið - 01.10.1973, Side 58
216
LÆKNABLAÐIÐ
BRép tiL BLacísins
7. júlí 1973
Þrátt fyrir steikjandi sólskin og kæf-
andi hita, hef ég hugsað mér að senda
blaðinu nokkrar hugrenningar um heil-
brigðismál, og þá sérstaklega menmun
lækna, ef það mætti verða til að glæða
umræðu og skrif um þessi mál hér í vett-
vangi læknasamtakanna.
Möguleikar lækna til framhalds- og
viðhaldsmenntunar eru án efa mjög mis-
jafnir. Hafa án efa ekki margir læknar
lifað það, sem kollega minn Örn Bjarna-
son og undirritaður, hafa reynt á s.l. vori.
Okkur barst ekki vitneskja um það, að
við værum skráðir sem þátttakendur í 6
vikna námskeiði á vegum Osló Háskóla
fyrr en í lok maímánaðar, eða skömmu
áður en átta mánaða námi lauk við Há-
skólann í Bristol, Englandi. Það er því
sambland furðu og ánægju að dvelja hér
við nám í Osló, án þess að vita eiginlega
af hverju eða til hvers. Sjálfur hafði ég
ekki sótt um þetta námskeið, fékk blátt
áfram skilaboð um, að ég gæti fengið
styrk til dvalarinnar hér, og var því að-
eins um tvo kosti að velja, hrökkva eða
stökkva. Skeytasendingar höfðu farið
fram um styrkveitinguna milli Noregs,
fslands og Danmerkur frá því í marz, þó
að við værum þar ekki til kvaddir, svo
að erfitt var annað en taka þessu kosta-
boði, þó að skammur tími væri til stefnu.
En styrkveiting þessi sýnir glög'glega,
hversu handahófskennd öll framhalds-
og viðhaldsmenntun lækna er.
Það er því ástæða til að taka til gagn-
gerrar umræðu framhalds- og viðhalds-
menntun lækna. Læknafélag íslands og
Félag íslenzkra lækna í Bretlandi hafa
gert margar og góðar tillögur um þetta
mál, þó einkum hinir ungu læknar í Bret-
landi, enda ákveðinna og skipulegra átaka
virkilega þörf á þessu sviði. Víðast hvar
í Evrópu hefur menntun lækna fastmótað
form og eru Austur-Evrópuþjóðirnar þar
í broddi fylkingar, en meðal þeirra er öll
menntun heilbrigðisstétta hluti heilbrigð-
isþjónustunnar sjálfrar, sem sennilega er
veigamesta atriði framhalds- og viðhalds-
menntunar lækna. Um læknamenntunina
sjálfa gætir nokkru öðru máli.
Þar sem heilbrigðisþjónustan er þjóð-
nýtt (socialized) telja margir eðlilegt að
líta á hana sem:
1. Heilsuvernd (public health)
2. Lækningar (curative medicine)
3. Menntun heilbrigðisstétta
(medical education)
Með þessu skipulagi verður menntun
lækna óaðskiljanlegur hluti allrar starf-
semi heilbrigðisþjónustunnar og því t. d.
viðhaldsmenntunin ekki aðeins æskileg
heldur beinlínis nauðsyn og skylda.
Læknadeild Háskóla íslands þarf því að
vera mjög nátengd heilbrigðisþjónustu
landsmanna, ef menntun lækna á að mæta
þörfum þjóðfélagsins og þegnanna. í lög-
um þeim, sem taka eiga gildi 1. janúar
n.k., er heilbrigðisþjónusta skilgreind sem:
1) heilsugæzla 2) heilbrigðiseftirlit 3)
lækningarannsóknir 4) lækningar á
sjúkrahúsum 5) endurhæfingarstarfsemi.
Þar er því ekki gert ráð fyrir ofangreindu
skipulagi, þó að lögin geri í rauninni ráð
fyrir þjóðnýttri heilbrigðisþjónustu.
Þar sem ríkisvaldið hefur tekið að sér
að veita cg ábyrgjast þegnunum ,,þá full-
komnustu heilbrigðisþjónustu, sem á
hverjum tíma eru tök á að veita“ verður
framhalds- og viðhaldsmenntun lækna
óhjákvæmilega hlutverk þess, þar eð ekki
er hægt að tryggja „góða“ heilbrigðis-
þjónustu nema með háum menntunar-
staðli allra heilbrigðisstétta (quality).
Stéttarfélag lækna hefur hér veigamiklu
hlutverki að gegna sem ráðgefandi og
gagnrýnandi aðili, en ekki nema að litlu
leyti sem framkvæmdaraðili.
Það er í rauninni óþarft að minna á
það handahóf, sem gætt hefur á mörg-
um gengnum áratugum um framhalds-