Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 61

Læknablaðið - 01.10.1973, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 219 Loifur Jónsson FRÁ HEINOIA Bærinn Heinola í Finnlandi myndi um fátt teljast merkur, ef ekki væri þar stað- sett rheumamiðja (center) landsins, eða Reumasáátiön Sairaala á þarlenzku. í maí 1973 dvaldist ég þar um skeið og hafði til þess hlotið styrk af NATO- gulli, og fylgja hér nokkrir þankar þar af spunnir. NOKKUR ORÐ UM RHEUMATOID ARTHRIT Lengi var talið, að sjúkdómurinn RA væri bundinn hinum tempruðu beltum jarðar, en eftir því sem tímar hafa liðið cg reynzt hefur mögulegt að gera sam- bærilegar rannsóknir á tíðni hans í fleiri löndum, hefur komið í Ijós, að hann herj- ar á allar þjóðir og sennilegt virðist, að tíðni hans sé hin sama um allan heim. Hinu verður ekki neitað, að sjúkdómur- inn er misábsrandi á hinum ýmsu breidd- arstigum og er það komið undir því, hve mannfólkið í ólíkum löndum er misvinnu- gefið, misjafnlega kvartsárt o. s. frv. Talið er, að þar sem flest kurl komi til grafar, sé 1/2% af íólkinu haldið sjúk- dómi þessum með öllum einkennum hans, serologiskum, subjectivum og objectivum. Þar að auki hafa 5% miður dæmigerð ein- kenni, annaðhvort væg, óvenjuleg eða

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.