Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 67

Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 67
lÆKNABLAÐIÐ 221 ar. Mikið er því um hópþjálfun, bæði í sundlaug spítalans og eins á þurru landi. Sjúklingar fengu og nudd og hitameðferð í leir og paraffinböðum. Kuldaböð í kældu glycerini kváðu. hafa mjög verkjastillandi áhrif á hið bráða stig sjúkdómsins. Á handavinnudeildinni sáust margir eigulegir gripir. Mikið var ofið og margt unnið úr skinni og leðri. Fimm félagsráðgjafar voru í íullri vinnu við sjúkrahúsið og var talið, að allir sjúklingarnir þörfnuðust einhverrar hjálpar þeirra. Þrír sálfræðingar og sex vinnuleiðbein- endur voru og tengdir endurhæfingunni. Sjúklingar, sem legið höfðu á sjúkrahús- inu, fengu vanalega að jafna sig heima í nokkrar vikur, en voru síðan kallaðir til sjúkrahússins til skrafs og ráðagerða um framtíðina. Bjuggu þeir þá á spítala- gistihúsi því, sem áður er nefnt, en nutu að öðru leyti aðstoðar allra krafta endur- hæfingardeildar. Höfuðtilgangur ferðar minnar til Hein- ola var að kynnast starfsemi skurðdeildar- innar, fyrst og fremst handarskurðlækn- ingum. Skurðaðgerðir vegna RA eiga sér ekki langa sögu, en segja má, að sú saga hafi að miklu leyti til orðið í Heinola og slitið þar barnsskónum. Vissulega hafði ein- staka synovectomia verið gerð áður, en sökum hefðbundinnar hræðslu við að setja hnífinn í sjúkling, sem var með RA á virku stigi, fór oftast svo, að hnífurinn var ekki notaður. Próf. Laine var á þeirri skcðun, að rheumatisku breytingarnar væru af völdum antigena, sem fyrst væru eingöngu bundin synoviunni. Áleit hann, að stöðva mætti sjúkdóminn með því að skera burt hina sjúku synoviu. Telur hann sig í dag geta bent á fleiri sjúklinga, sem hafa haft öll einkenni, en síðan losnað við sjúkdóminn á þennan hátt. Af þessum sökurn réðst próf. Kauko Vainio að spít- alanum 1952 og hefur síðan stjórnað skurðstarfsemi þar. Próf. Vainio er án efa heimsfrægastur norrænna ortopeda, og því þekktari sem fjær dregur Skandinavíu, að Moberg með- töldum. Hann er finnskastur þeirra Finna, er ég þekki til, lágur vexti og þykkur undir hönd, lágmæltur, þungmæltur og feiminn. Fæddur er hann í Kirjálabotnum, þar sem nú heitir í Rússlandi, stúdent 16 ára að aldri og nam strax læknisfræði og hefur skrifað mikið um crtopediu. Hann er mikill tungumálamaður og hefur gist margar þjóðir og flutt fyrirlestra og þá gjarnan á tungu gestgjafans. Vainio er frjór skurðlæknir og hefur hannað lið- aðgerðir, sem við hann eru kenndar. Hann kann vel að gleðjast í góðra vina hópi og hafði nýlega haldið hátíðlegt sex- tugsafmæli sitt. Stóð sú veizla í 14 daga og sóttu hana vinir um allan heim og voru leystir út með gjöfum. Grasafræðingur er hann talinn með ágætum og liggui' hon- um náttúruvernd mjög á hiarta. Honum kvað nægja fjögurra tíma svefn á sólar- hring og nýtist því dagurinn vel. Það er ekki að ástæðulausu, sem ég hef gerzt svo orðmargur um próf. Vainio. Hann er einn eftirminnilegasti persónuleiki, sem ég hef kynnzt. Árlega dveljast um 100 erlendir læKn- ar við deild hans um lengri eða skemmri tima og voru samtíma mér Rússi, Spán- verji, Svisslendingur og Venezuelamaður. Skurðaðgerðir í Heinola má í stórum drátt- um flokka í þrennt: arthrodesur, arthro- plastikur og synovectomiur. Reynsla af protesum í fingurliði er venjulega góð í byrjun, en eftir 1-2 ár hefur oft orðið að fjarlægja hær. Gildir einu hverju nafni protesan nefnist eða úr hvaða efni hún er gerð. Helztu ókostirnir hafa verið, að protesan étur beinið, hún snýst og hún brotnar. Einnig hefur örvef- ur viljað vaxa inn í ,,liðinn“ og hindra hreyfingu. Þessi reynsla er nákvæmlega sú sama og við handkirurgisku.deildina í Malmö, þar sem þessar aðgerðir hafa ver- ið reyndar í miklu ríkari mæli. Möguleik- arnir á finguraðgerðum eru því sem fyrr að mestu takmarkaðir við arthroplastikur án protesa, arthrodesur og synovectomiur. Reynslan af Gunstone-protesum í hnjám var mun betri, og höfðu 50 slíkar aðgevð- ir verið gerðar á 2 árum. Nokkuð bar þó á, að tibiahlutinn vildi sökkva inn í bein- ið og þannig minnka hreyfanleika liðsins. Áberandi var þó, hve sjúklingarnir voru ánægðir með þessa aðgerð, en eftirrann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.