Læknablaðið - 01.10.1973, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ
225
TAFLA 3
Útgjöld til heilbrigðismála í ýmsum löndum.
(Heildarútgjöld og rekstrarútgjöld).
Heildarútgjöld Rekstrarútgjöld
Land Ár Millj. í % af vergri þjóðar- framl. Millj. í % af vergri þjóðar- framl. í % af hreinum þjóðar- tekjum
ísrael 1961/1962 í £ 342 6,3 í £ 320 5,9 7,4
Kanada 1961 K$ 2.229 6,0 K$ 2.045 5,5 7,3
Bandaríkin 1961/1962 $ 3.1261) 5,8 $ 29.859 5,5 6,8
Svíþjóð 1962 Skr. 4.056 5,4 Skr. 3.683 4,9 5,6
Ástralía 1960/1961 Á£ 370 5,2 Á£ 346 4,9 6,0
Júgóslavía 1961 Din. 192.699 5,0 Din. 169.823 4,4 5,2
Finnland 1961 Mk. 765 4,8 Mk. 691 4,3 5,4
Holland 1963 G. 2.514 4,8 G. 2.344 4,5 5,5
Frakkland 1963 Fr. 17.093 4,4 Fr. 16.374 4,2 5,5
Bretland 1961/1962 £ 1.145 4,2 £ 1.088 4,0 4,9
Pólland 1961 Zl. 18.224 3,7 Zl. 17.157 3,6 4,0
Tékkóslóvakía 1961 Kcs. 7.764 3,6 Kcs. 7.264 3,5 4,0
1) Augljóst er, að þessi tala er röng (á að líkindum að 10-faldast).
í töflu 2 er sundurliðun Framkvæmda-
stofnunarinnar á heildarútgjöldum til heil-
brigðismála árin 1960 og 1965-1971.
SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR
LÖND
Upplýsingar um útgjöld til heilbrigðis-
mála í öðrum löndum, sem nothæfar eru
til samanburðar, virðast vera af skornum
skammti. í áðurnefndri bók Brian Abel-
Smith, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin
gaf út árið 1967, er gerð grein fyrir al-
þjóðlegri athugun á þessu sviði. Til þess-
arar athugunar var varið ærnum tíma
og vinnu, og verður að gera ráð fyrir, að
með því móti hafi tekizt að fá allvel sam-
bærilegar tölur. Á hinn bóginn tók svo
langan tíma að afla þeirra og vinna úr
þeim, að þær veittu takmarkaðar upplýs-
ingar um ástand þessara mála á þeim
tíma, sem bókin kom út, og að sjálfsögðu
er þó enn minni stuðningur að þeim nú.
í töflu 3 eru sýnd heildarútgjöld til heil-
brigðismála og rekstrarútgjöld, eins og
tölur þessar eru tilgreindar í bókinni (1
töflu 3 er sleppt nokkrum löndum í
Afríku, Asíu og Suður-Ameríku).
Við samanburð milli landa er algengt,
að útgjöld einstakra landa séu umreiknuð
í eina og sömu mynt, t. d. Bandaríkja-
dollara, og miðast umreikningur þá venju-
lega við gengi. Slíkur samanburður getur
verið mjög varhugaverður, þar sem skráð
gengi er oft í litlu samræmi við raun-
verulegan kaupmátt innanlands í hlutað-
eigandi löndum, og gengisbreytingar valda
óeðlilegri röskun á reiknuðum fjárhæðum.
I skýrslum sínum um útgjöld til félags-
mála á Norðurlöndum hefur nefnd sú, sem
áður var getið, ekki viljað beita slíkri
reikningsaðferð. Brian Abel-Smith notar
m. a. umreikning í dollara í samanburði
sínum, en jafnframt vekur hann athygli
á annmörkunum og nefnir sem dæmi, að
þótt útgjöld til heilbrigðismála verði með
þessu móti 100 sinnum meiri á mann í
Bandarikjunum en í Tanganyika, sé e. t. v.
nær sanni að reikna þau aðeins 20-föld í
fyrrnefnda landinu með tilliti til mismun-
ar á læknalaunum og öðrum kostnaðarlið-
um.
Þegar útgjöld eru reiknuð sem hundr-
aðshluti þjóðartekna, er ýmist miðað við
verga þjóðarframleiðslu á markaðsverði