Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 121 Alma Þórarinsson, Ólafur Jensson, Ólafur Bjarnason KRABBAMEINSLEIT HJÁ KONUM 1964-1970 Skipulagðar fjöldarannsóknir til að leita að krabbameini í móðurlífi kvenna á aldr- inum 25-59 ára hafa verið framkvæmdar af leitarstöð B Krabbameinsfélags íslands síðan 30. júní 1964. Niðurstöður af rann- sóknum þessum þrjú fyrstu starfsár stöðv- arinnar hafa áður verið birtar (1, 2, 3). Skýrslan, sem hér er birt, greinir frá ár- angri starfseminnar fyrstu 6V2 árið. EFNIVIÐUR OG FRAMKVÆMD Eins og skráð er í töflu I, var í desem- ber 1965 heildarfjöldi kvenna á íslandi í aldursflokknum 25-59 ára 31.382. Af þess- um fjölda höfðu 23.398 konur verið skoð- aðar í fyrsta skipti í árslok 1970, eða 74.6% af heildarfjöldanum. f lok þessa tímabils höfðu 12.170 konur eða 36% gengið undir skoðun í annað sinn. Framkvæmd krabbameinsleitarinnar felur í sér eftirfarandi: 1. Stutta heilsufarssögu. 2. Þreifingu og speglun innri kynfæra (gynecologisk skoðun). 3. Töku og rannsókn frumusýnis. 4. Skýrslugerð. Allri gagnaskráningu var hagað þannig, Frá Leitarstöð B Krabbameinsfélags Islands og Rannsóknastofu Háskólans i meinafræði. að hún væri tölvutæk og var tölva I.B.M. notuð við gagnaúrvinnslu. Starfslið við leitarstöð B hefur verið: Yfirlæknir, fimm sérfræðingar í kven- sjúkdómum, sérfræðingur í frumurann- sóknum, rannsóknastúlkur, sérþjálfaðar í frumuskoðun, og hjúkrunarkonur. Sér- fræðingar í kvensjúkdómum hafa annast framhaldsrannsóknir, þegar ástæða þótti til, töku vefjasýna og meðferð þeirra sjúk- dóma, sem fundist hafa á leitarstöðinni. Hefur sú framhaldsrannsókn og meðferð ýmist farið fram á sjúkrahúsum eða lækn- ingastofum eftir ástæðum. Allar vefja- rannsóknir vegna þessarar starfsemi voru framkvæmdar af sérfræðingum og starfs- liði Rannsóknastofu Háskólans í meina- fæði við Barónsstíg. NIÐURSTÖÐUR Af konum, sem fæddar eru á árunum 1926-1940 og boðaðar voru, komu 79,3%- 83.9% í fyrsta skipti til þátttöku í rann- sókninni (Tafla II). Af konum fæddum 1900-1910 mættu 30%. Heildartíðni staðbundins og ífarandi krabbameins í leghálsi, sem fannst við rannsókn 28.181 konu er sýnd í töflu III og jafnframt er þar sýnd tíðni þessara meina í aldursflokkum. í töflu IV er gerð- TAFLA I Screening1 1964-1970 of the Female Population born 1911-1940 Female First Second Population Screening Screening Dec. lst 1965 No. % No. % Reykjavik area 18.432 13.954 75.7 8.775 47.6 Rural area 12.950 9.444 72.9 2.516 19.4 Total 31.382 23.398 74.6 12.170 36.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.