Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
121
Alma Þórarinsson, Ólafur Jensson, Ólafur Bjarnason
KRABBAMEINSLEIT HJÁ KONUM 1964-1970
Skipulagðar fjöldarannsóknir til að leita
að krabbameini í móðurlífi kvenna á aldr-
inum 25-59 ára hafa verið framkvæmdar
af leitarstöð B Krabbameinsfélags íslands
síðan 30. júní 1964. Niðurstöður af rann-
sóknum þessum þrjú fyrstu starfsár stöðv-
arinnar hafa áður verið birtar (1, 2, 3).
Skýrslan, sem hér er birt, greinir frá ár-
angri starfseminnar fyrstu 6V2 árið.
EFNIVIÐUR OG FRAMKVÆMD
Eins og skráð er í töflu I, var í desem-
ber 1965 heildarfjöldi kvenna á íslandi í
aldursflokknum 25-59 ára 31.382. Af þess-
um fjölda höfðu 23.398 konur verið skoð-
aðar í fyrsta skipti í árslok 1970, eða
74.6% af heildarfjöldanum. f lok þessa
tímabils höfðu 12.170 konur eða 36%
gengið undir skoðun í annað sinn.
Framkvæmd krabbameinsleitarinnar
felur í sér eftirfarandi:
1. Stutta heilsufarssögu.
2. Þreifingu og speglun innri kynfæra
(gynecologisk skoðun).
3. Töku og rannsókn frumusýnis.
4. Skýrslugerð.
Allri gagnaskráningu var hagað þannig,
Frá Leitarstöð B Krabbameinsfélags Islands
og Rannsóknastofu Háskólans i meinafræði.
að hún væri tölvutæk og var tölva I.B.M.
notuð við gagnaúrvinnslu.
Starfslið við leitarstöð B hefur verið:
Yfirlæknir, fimm sérfræðingar í kven-
sjúkdómum, sérfræðingur í frumurann-
sóknum, rannsóknastúlkur, sérþjálfaðar í
frumuskoðun, og hjúkrunarkonur. Sér-
fræðingar í kvensjúkdómum hafa annast
framhaldsrannsóknir, þegar ástæða þótti
til, töku vefjasýna og meðferð þeirra sjúk-
dóma, sem fundist hafa á leitarstöðinni.
Hefur sú framhaldsrannsókn og meðferð
ýmist farið fram á sjúkrahúsum eða lækn-
ingastofum eftir ástæðum. Allar vefja-
rannsóknir vegna þessarar starfsemi voru
framkvæmdar af sérfræðingum og starfs-
liði Rannsóknastofu Háskólans í meina-
fæði við Barónsstíg.
NIÐURSTÖÐUR
Af konum, sem fæddar eru á árunum
1926-1940 og boðaðar voru, komu 79,3%-
83.9% í fyrsta skipti til þátttöku í rann-
sókninni (Tafla II). Af konum fæddum
1900-1910 mættu 30%.
Heildartíðni staðbundins og ífarandi
krabbameins í leghálsi, sem fannst við
rannsókn 28.181 konu er sýnd í töflu III
og jafnframt er þar sýnd tíðni þessara
meina í aldursflokkum. í töflu IV er gerð-
TAFLA I
Screening1 1964-1970 of the Female Population born 1911-1940
Female First Second
Population Screening Screening
Dec. lst 1965 No. % No. %
Reykjavik area 18.432 13.954 75.7 8.775 47.6
Rural area 12.950 9.444 72.9 2.516 19.4
Total 31.382 23.398 74.6 12.170 36.0