Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 60
Burinex LEO EIGINLEIKAR BURINEX er þvagræsilyf, sem verkar bæöi fljótt og stutt og hefur meiri virkni með tilliti til heildarútskiln- aðar á vatni og natrium en bekkist eftir gjöf benzo- tíadíazíðsambanda. BURINEX er að efnafræðilegri gerð frábrugðið öllum þvagræsilyfjum, sem notuð hafa verið til þessa og er, sé tekið tillit til skammta- stærða, hiö virkasta þeirra. i klinískum rannsóknum má þannig sýna fram á, að BURINEX er a.m.k. 40 sinnum virkara en fúrósemið. Verkunin stendur i beinu hiutfalli við gefna skammta. Við inntöku sést verkun af lyfinu þegar að hálfri klukkustund liðinni og hámarksverkun sést eftir 1-3 klst. Að 4—6 klst. liðnum er verkunin liöin hjá. Við gjöf í æð má greina verkun að fáum mín. liðnum, er varir i um þaö bil 2 klst. BURINEX frásogast aö fullu frá meltingarvegi og skilst Ot I þvagi óumbreytt og í hlutfalli við útskilnað na- tríums. BURINEX er vel falliö til þess að nota hjá sjúklingum með bjúg á ýmsum stigum og af margs konar uppruna, þar á meðal hjá sjúklingum með bilaða nýrnastarfsemi. ÁBENDINGAR Bjúgur af völdum hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, lifrarsjúkdóma og bjúgur fyrir tíðir. Bjúgur á með- göngutíma og vökvasöfnun af völdum lyfja. Eitranir af völdum lyfja, þar sem aukinn þvagútskilnaður kemur að haldi. V FRÁBENDINGAR Dá við alvarlega lifrarsjúkdóma. Natrium- og kalíum- skortur. SKAMMTAR Meö tilliti til hinnar fljótu og stuttu verkunar er unnt aö gefa lyfið þannig, að sem minnstar truflanir verði á svefni og daglegum störfum sjúklinganna. BURINEX töflur 1 mg Við minni háttar bjúg er venjulega nægjanlegt að gefa ’/r töflu á dag. Annars 1-2 töflur á dag. Auka má skammta smám saman, ef frekari verkunar er æskt, en þó skulu líða a.m.k. 6 klst. milli einstakra skammta. Viðhaldsskammtar eru venjulega 'h tafla á dag, e.t.v. meö nokkurra daga hléum á milli. Við alvarlegan bjúg eru gefnar 2-4 töflur á dag. Heppilegast er að skipta slíkum skammti nokkuð yfir daginn. BURINEX stungulyf í þeim tilvikum, þegar æskt er mjög skjótrar verkunar eða ekki er unnt að gefa lyfið við inntöku, er BURI- NEX gefið i æð eða i vöðva. Við lungnabjúg er þannig gefið i byrjun 0,5-1,0 mg í æð og e.t.v. endurtekið eftir um það bil 20 mín. Við bilaða nýrnastarfsemi eru gefin 2—5 mg I 500 ml innrennslislausn á 30 min. og endurtekið, ef nauðsyn er til, nokkrum sinnum á dag. Við salicýlsýru- og barbítúrsýrueitranir eru fyrst gefin 2 mg í æð og siðan 1 mg á 4 klst. fresti eða allt að 7 mg á sólarhring. AUKAVERKANIR OG VARÚÐARREGLUR BURINEX veldur yfirleitt fáum aukaverkunum og þær aukaverkanir, er fyrir koma, má rekja til þvagræsiverk- unar lyfsins. Viö langvarandi notkun geta hæglega komið fyrir truflanir á jónajafnvægi likamans, sérstak- lega kalíumþurrð og bæsing (alkalósa) með klóriðþurrð. Skal því ævinlega fylgjast með magni jóna í plasma og gefa kaliumklórið með, ef þörf gerist, t.d. KALE- ORID (R). þetta á ekki sist við um sjúklinga með lifrarsjúkdóma og sjúklinga, sem einnig fá digitalis. RITGERÐIR UM BURINEX Asbury, M. J., P. B. B. Gatenby, S. O’Sullivan and E. Bourke: Bumetanide: Potent new "loop" diuretic. Brit. Med. J. 1 : 211-213, 1972. Olesen, K. H., B. Sigurd, E. Steiness and A. Leth: Bumetanide, a new potent diuretic. A clinical evalu- ation in congestive heart failure. Acta Med. Scand.: Under udgivelse. Sigurd, B., A. Leth & E. Steiness: Bumetanid, et nyt diuretikum. I. En klinisk vurdering af den diuretiske effect hos patienter med kronisk, kongestiv hjerteinsuf- ficiens. Ugeskr. Læg.: Under udgivelse. Sigurd, B., A. Leth & E. Steiness: Bumetanid, et nyt diuretikum. II. En sammenligning mellem den diure- tiske effekt af bumetanid og furosemid hos patienter med kronisk, kongestiv hjerteinsufficiens. Ugeskr. Læg.: Under udgivelse. L0VENS KEMISKE FABRIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.