Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 60
Burinex
LEO
EIGINLEIKAR
BURINEX er þvagræsilyf, sem verkar bæöi fljótt og
stutt og hefur meiri virkni með tilliti til heildarútskiln-
aðar á vatni og natrium en bekkist eftir gjöf benzo-
tíadíazíðsambanda. BURINEX er að efnafræðilegri
gerð frábrugðið öllum þvagræsilyfjum, sem notuð
hafa verið til þessa og er, sé tekið tillit til skammta-
stærða, hiö virkasta þeirra. i klinískum rannsóknum
má þannig sýna fram á, að BURINEX er a.m.k. 40
sinnum virkara en fúrósemið.
Verkunin stendur i beinu hiutfalli við gefna skammta.
Við inntöku sést verkun af lyfinu þegar að hálfri
klukkustund liðinni og hámarksverkun sést eftir 1-3
klst. Að 4—6 klst. liðnum er verkunin liöin hjá. Við
gjöf í æð má greina verkun að fáum mín. liðnum,
er varir i um þaö bil 2 klst.
BURINEX frásogast aö fullu frá meltingarvegi og skilst
Ot I þvagi óumbreytt og í hlutfalli við útskilnað na-
tríums. BURINEX er vel falliö til þess að nota hjá
sjúklingum með bjúg á ýmsum stigum og af margs
konar uppruna, þar á meðal hjá sjúklingum með
bilaða nýrnastarfsemi.
ÁBENDINGAR
Bjúgur af völdum hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma,
lifrarsjúkdóma og bjúgur fyrir tíðir. Bjúgur á með-
göngutíma og vökvasöfnun af völdum lyfja. Eitranir
af völdum lyfja, þar sem aukinn þvagútskilnaður kemur
að haldi.
V
FRÁBENDINGAR
Dá við alvarlega lifrarsjúkdóma. Natrium- og kalíum-
skortur.
SKAMMTAR
Meö tilliti til hinnar fljótu og stuttu verkunar er unnt
aö gefa lyfið þannig, að sem minnstar truflanir verði
á svefni og daglegum störfum sjúklinganna.
BURINEX töflur 1 mg
Við minni háttar bjúg er venjulega nægjanlegt að gefa
’/r töflu á dag. Annars 1-2 töflur á dag. Auka má
skammta smám saman, ef frekari verkunar er æskt,
en þó skulu líða a.m.k. 6 klst. milli einstakra skammta.
Viðhaldsskammtar eru venjulega 'h tafla á dag, e.t.v.
meö nokkurra daga hléum á milli. Við alvarlegan bjúg
eru gefnar 2-4 töflur á dag. Heppilegast er að skipta
slíkum skammti nokkuð yfir daginn.
BURINEX stungulyf
í þeim tilvikum, þegar æskt er mjög skjótrar verkunar
eða ekki er unnt að gefa lyfið við inntöku, er BURI-
NEX gefið i æð eða i vöðva. Við lungnabjúg er þannig
gefið i byrjun 0,5-1,0 mg í æð og e.t.v. endurtekið
eftir um það bil 20 mín. Við bilaða nýrnastarfsemi eru
gefin 2—5 mg I 500 ml innrennslislausn á 30 min. og
endurtekið, ef nauðsyn er til, nokkrum sinnum á dag.
Við salicýlsýru- og barbítúrsýrueitranir eru fyrst gefin
2 mg í æð og siðan 1 mg á 4 klst. fresti eða allt að
7 mg á sólarhring.
AUKAVERKANIR OG
VARÚÐARREGLUR
BURINEX veldur yfirleitt fáum aukaverkunum og þær
aukaverkanir, er fyrir koma, má rekja til þvagræsiverk-
unar lyfsins. Viö langvarandi notkun geta hæglega
komið fyrir truflanir á jónajafnvægi likamans, sérstak-
lega kalíumþurrð og bæsing (alkalósa) með klóriðþurrð.
Skal því ævinlega fylgjast með magni jóna í plasma
og gefa kaliumklórið með, ef þörf gerist, t.d. KALE-
ORID (R). þetta á ekki sist við um sjúklinga með
lifrarsjúkdóma og sjúklinga, sem einnig fá digitalis.
RITGERÐIR UM BURINEX
Asbury, M. J., P. B. B. Gatenby, S. O’Sullivan and
E. Bourke: Bumetanide: Potent new "loop" diuretic.
Brit. Med. J. 1 : 211-213, 1972.
Olesen, K. H., B. Sigurd, E. Steiness and A. Leth:
Bumetanide, a new potent diuretic. A clinical evalu-
ation in congestive heart failure. Acta Med. Scand.:
Under udgivelse.
Sigurd, B., A. Leth & E. Steiness: Bumetanid, et nyt
diuretikum. I. En klinisk vurdering af den diuretiske
effect hos patienter med kronisk, kongestiv hjerteinsuf-
ficiens. Ugeskr. Læg.: Under udgivelse.
Sigurd, B., A. Leth & E. Steiness: Bumetanid, et nyt
diuretikum. II. En sammenligning mellem den diure-
tiske effekt af bumetanid og furosemid hos patienter
med kronisk, kongestiv hjerteinsufficiens. Ugeskr.
Læg.: Under udgivelse.
L0VENS KEMISKE FABRIK