Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 40
130 LÆKNABLAÐIÐ búans í Afríku. Hjá dreifbýlismanninum eru hægðirnar þyngri (um 4-500 g. á sólar- hring), þær eru linar og vatnsmiklar, og einnig tekur það fæðuna styttri tíma frá því að hennar er neytt að skila sér í hægð- um (milli 25-35 klst. að meðaltali). Hjá borgarbúanum fundust hins vegar formað- ar hægðir (afsteypa ristils), að meðaltali 120 g. að þyngd, sem skiluðu sér 72-89 klst. eftir neyzlu fæðunnar.2 ÞRÝSTINGSSJÚKDÓMAR Frekari rannsóknir hafa sýnt, að þetta ,,hægðaleysi“ borgarbúans er samfara hækkuðum þrýstingi í ristlinum sjálfum0 og einnig í kviðarholi. Ristillinn liggur fast við stóru bláæðarnar frá ganglimum og grindarbotni, og er það talin vera ein aðal- orsök þess, að æðahnútar myndast í þessu æðakerfi líkamans. Almennt er nú litið á æðahnúta, gylliniæð, ristilkrampa og poka- myndanir í ristli sem þrýstingssjúkdóma. NIÐURBROT G ALLLIT AREFN A Galllitarefnin eru framleidd í lifur úr cholesteroli. Þau berast um gallvegi niður í skeifugörn, þar sem þau blandast fæð- unni. Gerlagróðurinn í ristlinum brýtur gallsöltin niður (dehydroxylation) og séu hægðirnar litlar er gerlagróður þessi auk- inn og niðurbrot galllitarefnanna einnig. odeoxycholate. Þegar þessi sölt komast í snertingu við þarmagerlana, klofna þau niður í deoxycholate og lithocholate. Bæði þessi efni valda krabbameini hjá tilrauna- dýrum. Það er einnig vitað, að magn þess- ara efna er aukið í hægðum íbúa þeirra þjóða, sem búa við háa tíðni ristilkrabba- meins. Þegar fæðan er klíðissnauð, hægð- irnar litlar og seinfara og þrýstingur þarmsins aukinn, verður líka mjög náin snerting ristilslímhúðarinnar við þessi efni. Þessi niðurbrotsefni berast einnig í litl- um mæli með blóðrás aftur til lifrarinnar. Lithocholate minnkar myndun cholate í lifur og hefur þannig áhrif á gallfram- leiðslu lifrar á þann veg að auka hættuna á gallsteinamyndun. Á sama hátt hindrar deoxycholate myndun á chenodeoxy- cholate. Sýnt hefur verið fram á, að matar- klíð í eðlilegum neyzluskömmtum (33 g. á dag) minnkar magn deoxycholates og eykur magn chenodeoxycholates í galli hjá borgarbúum.11 HRAT OG MATARKLÍÐ5 Hrat (crude fibre) er opinberlega skil- greint eftir aðferð, sem fundin var upp í þýzka bænum Weende árið 1860 á þennan hátt: Hrat (crude fibre) er það, sem eftir verður, þegar búið er að meðhöndla fæðuna með sjóðandi brennisteinssýru, natriumhydroxíði, vatni, alkohóli og eter. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að menn hafa komist að raun um að matar- klíð (dietary fibre) er samansett af polymer kolvetnungum (cellulósa, hemi- cellulósa og pectíni) og lignini (phenyl- propane).13 Þannig inniheldur venjulegt heilhveiti um 10% matarklíð, en aðeins um 0.8% hrat.7 Hvítt hveiti inniheldur nánast ekkert matarklíð. Klíð (bran) er það efni, sem gengur af, þegar hveiti er malað. Það hefur brúttó- hitaeiningargildi 40 hitaeiningar fyrir hvert gramm, en gæta verður þess þó, að neyzla þess eykur nokkuð hitaeiningamagn (orkumagn) hægðanna.12 ÁHRIF MATARKLÍÐS Á HÆGÐIR OG GALL Eins og að framan er getið, eykur matar- klíðið rúmmál hægðanna, orkuinnihald og vatnsmagn, og hægðirnar dveljast skemur í þarminum (ristli). Myndun krabbameins- valdandi efna í hægðum minnkar og snert- ing þeirra við slímhúð ristils verður mun minni. I gallvegum verður síður hætt við útfellingu cholesterol-gallsteina. Gallmagn líkamans (bile salt pool) er líka aukið.0 Um önnur áhrif á efnaskipti cholesterols er enn lítið vitað. MATARKLÍÐ OG SYKUR Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að matarklíðisskortur í fæðu helzt í hendur við sykurneyzlu.8 Sykur (sucrosa) er unninn úr sínum náttúrulegu samböndum í sykurrófum og sykurreyr. Til þess að samsvara daglegri sykurneyzlu íslendings (150 g.) þyrfti hann að borða yfir 1 kg. af sykurrófum á dag. Það má ætla að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.