Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
115
ræða, getur sjúkdómsmyndin birzt í und-
arlegu og villandi gerfi svo sem kynlegu
hátterni, lömun í útlimum, móðursýki
(hysteriu), geðlægð eða jafnvel geðklofa.
Þetta leiðir stundum til vistunar á geð-
veikrahælum um lengri eða skemmri
tíma.
ORSAKIR BLÓÐSYKURSLÆKKUNAR
(hypoglycaemiu):
I. Fæðuskortur:
Anorexia nervosa
Malabsorption
II. Lifrarsjúkdómar:
Cirrhosis hepatis
Fulminant hepatitis
Congenital enzyme defects, f. ex.
glycogen storage disease
III. Skortur á vökum með verkun and-
stæða insulini:
Growth hormone
Glucocorticoids
Catecholamins
Glucagon
Thyroxin
IV. Truflanir á insulinframleiðslu:
Tachyalimentation, f. ex. gastric
operations
Functional hypoglycaemia
Early diabetes
Hypoglycaemia in infants of dia-
betic mothers
Idiopathic familial hypoglycaemia
Insulinoma
V. Æxli önnur en insulinæxli:
Fibrosarcom
Hepatom
VI. Truflim á sykurnýtingu vegna sjúk-
dóms í undirstúku (hypothalamus)
VII. Lyf og önnur efni:
Insulin (iatrogenic)
Sulfonylureas
Phenylbutazon
Iproniazid
Alcohol
Fyrri sjúklingur er dæmigerð um hið
síðast nefnda, þar sem hún var til með-
ferðar hjá geðlækni um langt skeið vegna
gruns um geðræna truflun, enda bar mest
á slíkum einkennum hjá henni. Hún hafði
hins vegar lítil sem engin einkenni um
offramleiðslu á adrenalini svo sem hung-
ur, svita og hraðan hjartslátt. Þetta er í
samræmi við hina stöðugu blóðsykurs-
lækkun, sem hún hafði. Hún hafði hins
vegar ekki tekið eftir bata eftir sykurát,
var þó verst á morgnanna sem er algengt
hjá sjúklingum af þessu tagi, sem eru oft
æði lengi að vakna upp á morgnana og
ranka varla við sér fyrr en eftir morgun-
verð.
Hjá seinni sjúkling bar mest á truflun
á heila- og taugakerfi, þ. e. a. s. krömpum
og skammvinnum afbrigðilegum tauga-
einkennum, sem löguðust hverju sinni, en
höfðu valdið varanlegri heilaskemmd,
sem lýsti sér í áberandi sljóleika og minn-
isleysi. Þessi kona hafði heldur engin ein-
kenni um offramleiðslu á adrenalini, og
því eingöngu einkenni um langvarandi
blóðsykurslækkun.
Enda þótt orsakir blóðsykurslækkunar
séu fjölmargar (sjá töflu),43 er skipting
í blóðsykurslækkun með eða án föstu
langmikilvægust. f fyrri flokknum er
blóðsykurslækkunin til staðar eftir nætur-
föstu eða lengri föstu, en í síðari flokkn-
um fæst blóðsykurslækkunin fram við
sykurneyzlu og þá oftast frá einni til
fimm stundum eftir sykurát.
Auðvelt er að greina orsakir fyrir blóð-
sykurslækkun í flestum þeim sjúkdómum,
sem getið er í töflunni, þar sem sjúkling-
ar hafa önnur einkenni svo sem megrun,
einkenni um lifrarsjúkdóma og innkirtla-
sjúkdóma.
Sjúklingar með starfræna blóðsykurs-
lækkun (functional hypoglycaemiu) hafa
oft mikil einkenni um offramleiðslu á
adrenalini, sem koma fram tveimur til
fjórum stundum eftir máltíðir og stafa af
óeðlilega miklu svari insulins við blóð-
sykurshækkun eftir mat. Þessir sjúkling-
ar hafa oft sláandi einkenni, eru oft grun-
aðir um að hafa insulinæxli, en hafa