Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
129
Ársæll Jónsson læknir
UM MATARÆÐI OG MENNINGARSJÚKDÓMA
INNGANGUR
Margir hinna algengari sjúkdóma meðal
tæknimenningarþjóða, finnast ekki með
öðrum þjóðum, sem neyta ólíkrar fæðu.
Nýlegar faraldsfræðilegar rannsóknir frá
Afríku benda til, að orsök þessara sjúk-
dóma geti verið skortur á matarklíði og
neyzla sykurs.3 15
Heimildir um breytingu á mataræði ís-
lendinga á síðustu öld benda í sömu átt.10
SJÚKDÓMAR TÆKNI-
MENNINGARÞJÓÐA3 1
Tannskemmdir eru umhverfissjúkdómur
(environmental disease), sem finnst ein-
ungis á útbreiðslusvæði sykurs. Þótt tann-
steinn og tannrótarbólga hafi verið algeng-
ir sjúkdómar hjá íslendingum fyrir einni
öld, voru tannskemmdir, eins og við þekkj-
um þær í dag, algjörlega óþekktar. Það
mun vera erfitt að finna þann miðaldra
íslending í dag, sem á allar sínar full-
orðinstennur óviðgerðar og heilar.
Sjúkdcviar í ristli
Botnlangabólga er einnig umhverfis-
sjúkdómur.14 Þessi sjúkdómur mun hafa
verið óþekktur á íslandi á 19. öld, en er
nú meðal algengustu orsaka bráðra inn-
lagna á sjúkrahús. Gerðar eru árlega milli
3-400 botnlangatökur á íslandi.
Ristilkrabbamein er fjórða algengasta
krabbamein á fslandi og fer tíðni þess
vaxandi. Blæðandi ristilsár, sársaukafullir
krampar, pokamyndanir (diverticulosis)
og góðkynja æxli í ristli eru algengir sjúk-
dómar tæknimenningarþjóða.
Byggt á erindi, sem flutt var á Landspítalanum
27.8. 1972.
Bláœðasjúkdcmar
Gylliniæð finnst í öðrum hvorum manni,
sem kominn er yfir fimmtugt. Um fimmti
hluti fullorðinna hefur æðahnúta á fótuni.
Segamyndun í djúplægum bláæðum grind-
arhols og ganglima veldur blóðreki til
lungna í fjórum af hverjmn tíu sjúkling-
um, sem gangast undir meiri háttar skurð-
aðgerð.
Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma fer enn
vaxandi og mun nú algengasta dánar-
orsökin.
Tíðni gallsteina fer í vöxt og röskur
helmingur íslenzku þjóðarinnar er of feit-
ur. Á 19. öld var sykursýki óþekkt á ís-
landi. Alþingishátíðarárið 1930 var aðeins
vitað um þrjá tugi sykursjúkra á landinu,
en fjöldi þeirra nær fimmfaldaðist á næstu
20 árum.1 Nú mun tíðni sykursýki talin
vera milli 3-10% í tæknimenningarlöndum.
Þessi listi er lengri, en þessum sjúkdóm-
um er það sameiginlegt, að þeir eru nánast
óþekktir meðal þeirra þjóða, sem nevta
matarklíðs og lítils sem einskis sykurs.
FARALDSFRÆÐILEGAR RANN-
SÓKNIR FRÁ AFRÍKU
Vitað er, að ofangreindir „menningar-
sjúkdómar" finnast ekki meðal dreifbýlis-
fólks í Afríku (Uganda, S.-Afríka). í þorp-
unum, þar sem gosdrykkjaauglýsingar og
bárujárn bera vitni um innreið malaðs
mjöls og sykurs, fer að verða vart allra
þessara sjúkdóma, og þar sem svarti mað-
urinn hefur unnið við hlið hvíta manns-
ins og neytt sama fæðis í eina til tvær
kynslóðir er tíðni allra menningarsjúk-
dómanna hin sama hjá báðum kynþáttum.
Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að
menn taka eftir því, að mikill munur er
á hægðum dreifbýlismannsins og borgar-