Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
131
neyzla sykur í formi sykurrófna mundi
gefa betri saðningu en verksmiðjuunninn
sykur og dagleg neyzla annarar fæðu
mundi minnka að sama skapi. Með öðrum
orðum: Sykurneyzla menningarþjóða veld-
ur ofneyzlu hitaeininga og veldur offitu.
ÁHRIF SYKURS Á
EFN ASKIPTIN
Kolvetni eru að jafnaði um 40% af hita-
eininganeyzlu manns á degi hverjum.
Gerðar hafa verið athuganir á hópi manna,
sem neyttu daglegs kolvetnaskammts í
formi sykurs.15 Blóðfita (cholesterol, tri-
glyceridar og phospholipid) hækkaði hjá
öllum og sykurþol (samkvæmt sykurþols-
prófi) allra jókst í fyrstu, en minnkaði
síðan. Einn af hverjum fjórum þyngdist
hratt, blóðflögur (thrombocytar) urðu
meira samloðandi en áður, og í blóði mæld-
ist hækkað magn insulins og nýrnahettu-
hormóns (11-hydroxycorticosterone).
Þetta leiðir líkur að því, að auðleystir
sykrar (í þessu tilfelli glucosa) valdi
hröðu insulinsvari og í kjölfar þess falli
blóðsykurinn aftur. Þetta veldur aftur þörf
fyrir meiri sykurneyzlu. Jafnframt þessu
eykst fitumyndun í fituvef.
Margir læknar og matarráðgjafar gera
sér ljóst að sykur hagar sér kliniskt á svip-
aðan hátt og fíknilyf. Neyzla sykurs skap-
ar þörf fyrir meiri sykur og margir sjúkl-
ingar fá vanlíðan, þegar sykurneyzla er
stöðvuð um hríð.
UM MATARÆÐI
ÍSLENDINGA
Til eru greinargóðar lýsingar á mat-
aræði íslendinga fyrr á öldum og kemur
fram meðal annars í ferðabók Eggerts Ól-
afssonar, að matarklíðsríkur matur var
stór hluti daglegrar fæðu Íslendinga á 18.
öld. Var það einkum heill rúgur, sem
valsaður var heima fyrir, og bankabygg.
Hvort tveggja var notað í grauta og méls-
kökur.
Línurit 1 sýnir, að matarklíð hverfur
nánast með öllu úr fæðu íslendinga um
aldamótin 1900. Þá fóru menn að neyta
rúgméls, sem malað var erlendis, banka-
bygg hverfur úr sögunni, en við tekur
haframél, sem einnig er malað erlendis og
Kg.
Línurit 1.
Neysla kornmetis á íslandi sl. 100 ár.
er klíðissnautt. f þriðja lagi hefst innflutn-
ingur malaðs hveitis.10
Línurit 2 sýnir innfluttan sykur til
landsins. Nokkuð af þessum sykri mun
hafa verið notað við síldarsöltun, en
áhrif þess eru óveruleg, ef miðað er við
heildarneyzluna. í dag fá íslendingar eftir
sem áður um 40% daglegra hitaeininga úr
kolvetnum. í stað matarklíðsríkrar fæðu
fyrri alda, neyta menn í dag kolvetna, sem
innihalda ekkert matarklíð, eða til helm-
inga hvíts hveitis og verksmiðjuunninns
sykurs.
UMRÆÐA
Við stöndum nú andspænis farsótt menn-
ingarsjúkdóma líkt og gagnvart berklun-
um í upphafi þessarar aldar. Kochs-bacillus
var þekktur löngu áður en menn höfðu
yfir að ráða beinskeyttum lyfjum. Samt
tókst að ráða niðurlögum berklanna sem
drepsóttar áður en þessi lyf urðu hand-
hæg.
Við höfum í dag nokkra hugmynd um
orsakir menningarsjúkdómanna. Lækn-
ingatæknin, sem notuð er við þessa sjúk-