Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 20
118 LÆKNABLAÐIÐ ing hefur aukizt. Allir þessir þættir hafa leitt til vaxandi öryggis og aukið mögu- leikana á að greina insulinæxli með æða- rannsókn. Litar og hljóðbylgjuskönnun (scinti- grafia og ultrasoundscan) hafa verið reynd við sjúkdóma í brisi, en ekki gefið eins góðan árangur og æðarannsóknir.2 11 MEINAFRÆÐI Langflestir sjúklinganna hafa aðeins eitt góðkynja æxli. í allt að 10% tilfella finnast þó fleiri góðkynja æxli í brisi, og í örfáum tilvikum er fjöldinn allur af smáum æxlum (mikroadenomatosis).32 41 í 2% tilfella finnast insulinæxli annars staðar en í brisi, t. d. í maga eða skeifu- görn.32 Um 10% insulinæxla eru illkynja með meinvörpum.23 32 Fyrir kemur, að góðkynja æxli í heila- dingli og kölkungi fylgi insulinæxlum (5%)141 Góðkynja æxli eru í 70% til- vika minna en 1.5 cm í þvermál.23 Þetta eru þó ekki lítil æxli miðað við stærð þess líffæris, sem þau myndast í, en allar Langerhans-eyjarnar vega nálega 1.5 gröm.3!) Flest eru æxlin þéttari átöku en brisvefurinn í kring, en þó eru undan- tekningar frá þeirri reglu. Þéttleikinn fer eftir því, hve mikill stoðvefur er í æxlinu. Hýjalínvefur og jafnvel kalkútfellingar myndast í æxlum þessum, sem gera þau hörð. Flest æxlin eru mjög æðarík, sem stuðlar að því að þau sjáist við æða- myndatöku. Við smásjárskoðun sést, að æxlin eru vel afmörkuð, en hafa þó ófullkominn hjúp. Þau eru af venjulegri innkirtilgerð og yfirleitt mjög skipulega byggð. Æxlis- frumurnar líkjast eðlilegum betafrumum, og skipa þær sér í raðir, hreiður eða jafn- vel hringi. Frumudeilingar eru fátíðar. Stoðvefur er oftast fíngerður, en æðarík- ur og afstaða æxlisfrumanna til æðanets- ins náin. Myndist verulegur hýjalínbandvefur í stoðvefnum, getur það torveldað grein- ingu. Ekki tekst alltaf að sýna fram á bcta-korn í frumunum, einkum eftir formalínfixeringu. Það getur því verið ráðlegt að taka ferskan bita úr æxlinu til frystingar og insulingreiningar. í einstaka tilfelli er æxlisgerðin mun óreglulegri en hér hefur verið lýst, og frumudeildingar þá gjarnan tíðari. Ekki verður þó fullyrt, að slík æxli séu ill- kynja, nema til komi innvöxtur í æðar eða meinvörp. MEÐFERÐ Meðferð sjúklinga með insulinæxli er sú, að nema æxlið burt með skurðaðgerð, og má þá búast við fullum bata. Örðug- leikarnir eru fyrst og fremst þeir, að erfitt getur reynzt að finna æxlið, og í öðru lagi eru skurðaðgerðir í brisi hættulegri en á flestum öðrum líffærum. Eftir að Howard og félagar höfðu safnað saman tiltækum skýrslum úr læknaritum kom í ljós, að nálega 1 af hverjum 10, sem skornir höfðu verið upp vegna insulinæxlis, höfðu dáið (9%).20 Hjá Laroche og félögum við Mayostofnunina var dánartala 4.5%, en þeir gerðu upp langstærsta sjúklingahóp á einni stofnun, sem birtur hefur verið (154 sjúklingar).23 Til þess að finna æxlið er mikilvægast að losa alveg um kirtilinn að aftan, bæði höfuð, bol og tagl, og er þá hægt að þukla allan kirtilinn milli fingra. Ef æxlið er þéttara í sér en brisvefurinn í kring, er unnt að finna æxli á þennan hátt, þó að það sjáist ekki. Erfiðast er að finna lítið æxli í kirtlinum, þar sem hann er þykk- astur, þ. e. í höfði og uglu (processus uncinatus). Þegar æxlið er fundið, er það skrælt út eða tekið með hluta af kirtlin- um eftir atvikum. Ef ekkert æxli finnst, en sjúkdóms- greining var áður talin örugg, greinir menn á um, hvað gera skuli. Flestir vilja þá taka burtu tagl og bol af kirtlinum og fá meinafræðing til að skoða það í hasti.23 í þessu sambandi er blóðsykursmæling af- ar hjálpleg meðan á aðgerð stendur, því að blóðsykur á að hækka verulega eftir u. þ. b. 30 mínútur, ef æxlið leynist í hin- um brottnumda hluta kirtilsins.10 Ef ekk- ert æxli finnst í þessum brottnumda hluta kirtilsins, kemur til greina að taka meira eða allt að 90%, en ekki er mælt með að taka allan kirtilinn í fyrstu aðgerð.16 23 Bent hefur verið á,13 að finnist æxli ekki með að þukla kirtilinn eins og að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.