Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 78
150
LÆKNABLAÐIÐ
ÍlnL branch
ELxh branch
I
'•Sup laj-yn§tal n.
Internat
'ju^utar v.
Thyroid ^land
Va^us nerue-
Paratbyroid
Inf. tbyroid. a.
Uft
sobclavian
arhery.
Mynd 4.
Sup. tbyrold a..
Sup. lajyn^cal
-Common
corotid. a.
Superior
laryn^eal n.—
3up. tbi)rokia..
Middle tbyroidu-
3.
Inferior tbyroidas^
Inf. thynoidu
4
Left inc»m«n«dx v.
Aorho.—
"'tUcurnenh
Uryn<)<zði nerues
—3up. uena. cawa.
enge to the physician and a stigma as well
to the surgeon“. Vegna ríkulegs blóð-
streymis til skjaldkirtilsins, sem talið er
vera 100 sinnum meira en til heilans og
20 sinnum meira en til nýrnanna, er blóð-
stöðvun (hemostasis) langmikilvægasta
skurðtæknilega vandamálið við thyroidec-
tomiu. Með þetta í huga ætti skurðlækn-
irinn að framkvæma aðgerð með tækni,
sem grundvallast á anatomiu svæðisins.
Algengt er að skurðlæknar fylgi engri
sérstakri fyrirfram gerðri áætlun við að-
gerðina, heldur taki í burtu strumavef og
stöðvi blæðingu jafnóðum. Brátt er skurð-
svæðið orðið fullt af æðaklemmum og
hættan á sköddun á n. recurrens eykst.
Síðan kemur mikið af silki- eða katgut-
undirbindingum í stað æðaklemmanna, en
slíkt lengir aðgerðina og veldur óþarflega
miklum aðskotahlutum í vefnum, sem
aftur tefur fyrir að sárið grói, eykur
drainage og gerir örið oft meira áberandi
en ætti að vera.
Því er það vænlegra til árangurs að
fylgja fastri áætlun og stefna að því að
undirbinda allar fjórar aðalslagæðar til
kirtilsins áður en farið er út í að fjarlægja
hann, að forðast þannig tvær alvarlegustu
komplikationirnar við thyroidectomiu,
nefnilega blæðingu og sköddun á nn. re-
currentes.
Meðfylgjandi myndir (myndir 3 og 4)
sýna í stórum dráttum aðferðina til að ná
til og undirbinda aa. thyroideae superiores
et inferiores áður en sjálfur kirtillinn eða
partur af honum er farlægður og skýra
myndirnar sig nokkurn vegin sjálfar. Þessi
aðferð er sérstaklega hentug við struma
intrathoracalis og var hún notuð við til-
felli það, sem lýst er hér að ofan, með
góðum árangri.