Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 137 Hjónin Rannveig Tómasdóttir og Magnús E. Jóhannsson læknir. Ekknasjóðs og öðrum gjöfum, sem honum hafa áskotnast. Síðustu þrjú árin hafa læknakonur í Rekjavík haft með sér félagsskap, er þær nefna EIK, og hafa þær af miklum dugn- aði safnað fé, sem þær hafa látið renna í Spila- og samskotasjóð. Allt þetta hefur orðið til þess að auka fé það, sem sjóður- inn hefur til árlegrar úthlutunar. Á síðasta ári var kr. 222.500.00 úthlutað til 24 ekkna og barna. Þar sem yngri læknar vita fátt um sjóðs- kríli þetta, þótti rétt að prenta reglugerð hans og frásögn af starfseminni í Lækna- blaðið í þetta sinn. Sótt hefur verið um leyfi til að gjafir í Spila- og samskotasjóð megi dragast frá tekjum við framtal til skatts. Svar við þeirri málaleitan hefur ekki enn borizt sjóðsstjórninni. Skipulag styrktarsjóðs ekkna og munaðar- lausra barna íslenzkra lœkna 1. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja Þurf- andi ekkjur íslenzkra lækna og munaðarlaus böm þeirra. 2. gr. Sjóðurinn er stofnaður af Læknafélagi Reykjavíkur, enda leggur félagið fram 1000 — eitt Þúsund •— krónur sem stofnfé og árlega Þriðjung af greiddum félagsgjöldum um næstu 10 ár Stofnféð má aldrei skerða. 3. gr. Stjórn sjóðsins hafa á hendi 3 læknar og kýs Læknafélag Reykjavíkur Þá á aðal- fundi, einn þeirra úr flokki héraðslækna. Stjórnin skiftir með sér störfum, en öll ber hún ábyrgð á sjóðnum. Stjórnin skal kosin til 3ja ára í senn, en þó svo, að einn fer úr stjórninni ár hvert, hin fyrstu árin eftir nlutkesti, er Læknafélagið lætur fara fram, en síðan sá, er lengst hefur verið í stjórn. — Endurkosning á stjórnar- mönnum má fram fara. Stjórnin vinnur endurgjaldslaust, en nauð- synleg útgjöld fær hún endurgreidd. 4. gr. Tekjur sjóðsins eru árleg tillög lækna svo og annara, er sjóðinn vilja styrkja. Enn- fremur gjafir, áheit og aðrar tekjur, er sjóðn- um kunna að berast. Stjómin tekur og fé til geymslu og ávaxtar aðra sjóði (legöt), er ánafnaðir kunna að verða í Því skyni að styrkja ekkjur islenzkra lækna og munaðarlaus börn þeirra, og úthlutar styrk Þeirra eftir settum reglum. 5. gr. Til styrktar þurfandi ekkjum og mun- aðarlausum börnum skal úthluta árlega 2/3 — tveim þriðju hlutum — af greiddum tillögum liðins árs, svo og 2/3 — tveim þriðju hlutum — af vöxtum af stofnsjóði. Einn þriðja hluta greiddra árstillaga svo og einn þriðja hluta vaxta af stofnsjóði, skal leggja við stofnsjóð og ávaxta með honum. Allar gjafir, áheit og aðrar tekjur sjóðsins skulu leggjast við stofnsjóð, nema gefendur ákveði öðruvísi. Styrkurinn skal að jafnaði vera ekki minni en 300 krónur handa hverri ekkju, sem styrk fær af sjóðnum, og ekki minni en 100 krónur handa hverju barni. Telji sjóðstjórnin ekki þörf á að úthluta allri þeirri fjárhæð, sem heimilt er að veita, skal fé það, sem umfram er, lagt í stofnsjóð. 6. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Skal sjóðstjórnin fyrir lok marzmánaðar ár hvert hafa gert reikningsskil fyrir liðið ár. Skal reikningurinn þá, ásamt fylgiskjölum, sendur Læknafélagi Reykjavikur, sem lætur þegar endurskoða hann og gefur stjórninni kvittun. — Auglýsir stjórn sjóðsins þá þegar, hve mikill styrkur komi til úthlutunar það ár, og ákveður, fyrir hvaða tíma umsóknir, stílað- ar til sjóðstjómarinnar, skuli vera komnar henni í hendur. Þó er stjórninni heimilt að út- hluta styrk án umsóknar, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utborganir á styrk fara fram í byrjun sept- embermánaðar ár hvert. 7. gr. Stofnféð skal varðveitt i bankavaxta- bréfum Landsbankans, Ræktunarsjóðsbréfum eða öðrum jafntryggum verðbréfum. — Annað fé sjóðsins skal ávaxtast í Landsbankanum sem venjulegt sparisjóðsfé. 8. gr. Skipulagi sjóðsins má breyta eftir 2 umræður á reglulegum fundum Læknafélags Reykjavikur, enda sé breytingarinnar getið I fundarboðinu. Nær breytingin gildi sé hún samþykkt með 2/3 greiddra atkvæða, að fengnu áliti sjóðstjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.